Stjórnandi

Steinunn Ragnarsdóttir
Við viljum koma á móts við þarfir okkar viðskiptavina og sérsníðum því fyrirlestra og tímasetningar í samræmi við þarfir hvers og eins.
Frá hugmynd til framkvæmdar
Vinnustofan nýtist þeim sem hafa áhuga á frumkvöðlaferlinu og vilja öðlast þekkingu á því hvernig hægt er að virkja nýjar hugmyndir, útfæra þær og gera að veruleika.
Á þessari vinnustofu er unnið með ýmsa þætti frumkvöðlaferlisins allt frá hugmynd til framkvæmdar ásamt ýmsum hagnýtum aðferðum til þess að útfæra nýjar hugmyndir. Einnig er skoðað hvernig við getum virkjað hugmyndir og látið á þær reyna með prófunum áður en þær geta orðið að veruleika.
Á vinnustofunni er m.a. fjallað um:
- Leiðir til þess að virkja sköpunarkraft og hönnunarhugsun.
- Skapandi hugarflug og leiðir til þess að móta hugmyndir og prófa þær.
- Sköpunarferli hugmynda og hvernig þær verða að veruleika.
- Mat á gildi hugmynda og hvort þær eru líklegar til árangurs.
Ávinningur námskeiðsins
- Aukinn sköpunarkraftur og gleði.
- Hagnýtar leiðir til þess að útfæra hugmyndir.
- Þekking á frumkvöðlaferlinu og aðferðum til að virkja það.
Vinnustofan nýtist þeim sem hafa áhuga á frumkvöðlaferlinu og vilja öðlast þekkingu á því hvernig hægt er að virkja nýjar hugmyndir, útfæra þær og gera að veruleika.
Tímalengd vinnustofu
Frá 60 mín allt að 3 klst eða samkvæmt nánara samkomulagi.