Stjórnandi

Sérfræðingar Betri svefns
Við viljum koma á móts við þarfir okkar viðskiptavina og sérsníðum því fyrirlestra og tímasetningar í samræmi við þarfir hvers og eins.

Fræðsla um svefn og svefnvenjur
Úrval fyrirlestra um svefn fyrir vinnustaði, fyrirtæki, skóla, íþróttafélög, félagasamtök og aðra hópa.
Almennur fyrirlestur um svefn og svefnleysi
Í almennum fyrirlestri er fjallað m.a. um svefn og svefnleysi, áhrif lífsstílstengdra þátta á svefn og heilsu, gefin ráð fyrir góðan nætursvefn og helstu úrræði við svefnvanda rædd.
Tímalengd fræðslu
50 mín
Tungumál
Íslenska / enska
Staðar- eða fjarfræðsla
Sérsniðin fræðsla um svefn
Við sérsníðum einnig fræðsluna að ykkar hópi:
- Svefn og heilsa
- Svefn, konur og hormón
- Breytingaskeiðið og svefn
- Svefn barna og/eða ungmenna
- Svefn og vaktavinna
- Svefn og íþróttir
- Svefnvandamál og svefnsjúkdómar
- Áhrif sjúkdóma á svefn
- Svefnleysi og hugræn færni