Stjórnandi
Hjúkrunarfræðingar Heilsuverndar
Við viljum koma á móts við þarfir okkar viðskiptavina og sérsníðum því þjónustuna og tímasetningar í samræmi við þarfir hvers og eins.
Heilsuefling í daglegu lífi: Veikindi, smit og forvarnir
Fyrirlesturinn hentar öllum sem vilja efla þekkingu sína á heilsu, veikindum og forvörnum.
Fyrirlesturinn miðar að því að auka skilning á því hvað veldur veikindum og hvernig hægt er að fyrirbyggja þau.
Fjallað er um hvernig bakteríur og veirur hafa áhrif á líkamann, hvernig smit berst á milli einstaklinga og hvaða hlutverki sóttvarnir gegna í að draga úr smiti. Einnig er rætt um algengar ástæður tímabundinna veikinda og hvernig almenn heilsa tengist getu líkamans til þess að verjast sjúkdómum.
Áhersla er lögð á forvarnir, annars vegar með smitvörnum gegn smitsjúkdómum og hins vegar hvernig heilsuefling getur styrkt ónæmiskerfið.
Einnig er fjallað um hvernig lífsstílsþættir og bólusetningar eru mikilvægir þættir heilsueflingar, geta stuðlað að betra heilsufari og dregið úr líkum á ótímabærum veikindum.
Fyrirlesturinn hentar öllum sem vilja efla þekkingu sína á heilsu, veikindum og forvörnum.
Tímalengd: 30 mín
Leiðbeinandi: Hjúkrunarfræðingar Heilsuverndar