Fara á efnissvæði

Stjórnandi

Steinunn Ragnarsdóttir

Við viljum koma á móts við þarfir okkar viðskiptavina og sérsníðum því fyrirlestra og tímasetningar í samræmi við þarfir hvers og eins.

Senda fyrirspurn eða bóka fræðslu

Hvernig leiðtogi viltu vera?

Fyrirlesturinn hentar þeim sem vilja auka þekkingu sína á þeim þáttum sem skipta mestu máli fyrir leiðtoga með það að markmiði að auka sjálfsþekkingu sína og möguleika til þess að þróa leiðtogahæfni sína enn frekar. 

Á fyrirlestrinum er farið yfir hlutverk leiðtogans ásamt þeim fræðilegu og verklegu þáttum sem skipta mestu máli. Einnig er skoðað hvað greinir á milli þess að vera stjórnandi og leiðtogi og hvaða þættir eru líklegastir til þess að hafa mest áhrif á árangur og velferð. 

Á fyrirlestrinum er m.a. fjallað um:

  • Hvaða þættir það eru sem einkenna góðan leiðtoga.
  • Ólíka stjórnunarstíla ásamt kostum þeirra og göllum.
  • Leiðir til þess að styrkja leiðtogahæfni og árangur.
  • Algengustu áskoranir leiðtogans.

Fyrirlesturinn hentar þeim sem vilja auka þekkingu sína á þeim þáttum sem skipta mestu máli fyrir leiðtoga með það að markmiði að auka sjálfsþekkingu sína og möguleika til þess að þróa leiðtogahæfni sína enn frekar. 


Tímalengd 

45-60 mín eða samkvæmt samkomulagi.