Stjórnandi

Steinunn Ragnarsdóttir
Alþjóðlegur ráðgjafi og leiðbeinandi
Við viljum koma á móts við þarfir okkar viðskiptavina og sérsníðum því þjónustuna og tímasetningar í samræmi við þarfir hvers og eins.
Hvernig leiðtogi viltu vera?
Fyrirlesturinn hentar þeim sem vilja auka þekkingu sína á þeim þáttum sem skipta mestu máli fyrir leiðtoga með það að markmiði að auka sjálfsþekkingu sína og möguleika til þess að þróa leiðtogahæfni sína enn frekar.
Hvað einkennir góðan leiðtoga? Fjallað er um aðferðir til þess efla leiðtogahæfni og sjálfsþekkingu. Kynntar eru helstu grunngerðir leiðtoga með hliðsjón af tilfinningagreind ásamt ýmsum leiðum til þess að bregðast við þeim áskorunum, streitu og álagi sem óhjákvæmilega fylgja stjórnunarstörfum.
Á fyrirlestrinum er m.a. fjallað um:
- Hvaða þættir það eru sem einkenna góðan leiðtoga.
- Ólíka stjórnunarstíla ásamt kostum þeirra og göllum.
- Leiðir til þess að styrkja leiðtogahæfni og árangur.
- Algengustu áskoranir leiðtogans.
Fyrirlesturinn hentar þeim sem vilja auka þekkingu sína á þeim þáttum sem skipta mestu máli fyrir leiðtoga með það að markmiði að auka sjálfsþekkingu sína og möguleika til þess að þróa leiðtogahæfni sína enn frekar.
Tímalengd
45-60 mín eða samkvæmt samkomulagi.