Fara á efnissvæði

Stjórnandi

Steinunn Ragnarsdóttir

Alþjóðlegur ráðgjafi og leiðbeinandi

Við viljum koma á móts við þarfir okkar viðskiptavina og sérsníðum því þjónustuna og tímasetningar í samræmi við þarfir hvers og eins.

Senda fyrirspurn eða bóka fræðslu

Jákvæð forysta

Á námskeiðinu er fjallað um aðferðir jákvæðrar forystu og áhrif hennar á árangur fyrirtækja. Námskeiðið nýtist þeim sem vilja tileinka sér jákvæða forystu og kynna sér leiðir til þess að innleiða hana bæði fyrirtækjum og starfsfólki til hagsbóta. 

Á námskeiðinu er fjallað um aðferðir jákvæðrar forystu og áhrif hennar á árangur fyrirtækja. Einnig er fjallað um ýmsar vísindalega rannsakaðar aðferðir úr smiðju jákvæðrar sálfræði sem geta skipt sköpum fyrir líðan starfsfólks. Jákvæð forysta hefur átt auknu fylgi að fagna á síðustu árum með breyttum áherslum og áhugaverðum rannsóknum á helstu áhrifaþáttum velferðar starfsfólks og tengslum þeirra við velgengni fyrirtækja.

Á námskeiðinu er m.a. fjallað um:

  • Helstu þætti sem stjórnendur geta tileinkað sér til þess að virkja mannauð fyrirtækisins.
  • Innleiðingu gagnreyndra aðferða til þess að styrkja starfsanda og efla traust.
  • Mikilvægi uppbyggilegrar og hvetjandi stjórnunar á vinnustöðum.
  • Raunveruleg dæmi um eflandi áhrif jákvæðrar forystu.

Ávinningur námskeiðsins

  • Þekking á helstu þáttum jákvæðrar forystu.
  • Hagnýtar leiðir til þess að bæta árangur og velferð.
  • Innsýn og skilningur á mikilvægi jákvæðrar forystu.

Námskeiðið nýtist þeim sem vilja tileinka sér jákvæða forystu og kynna sér leiðir til þess að innleiða hana bæði fyrirtækjum og starfsfólki til hagsbóta. 


Tímalengd 

Allt frá 60 mín fyrirlestri að 3 klst námskeiði eða samkvæmt samkomulagi.