Stjórnandi

Steinunn Ragnarsdóttir
Við viljum koma á móts við þarfir okkar viðskiptavina og sérsníðum því fyrirlestra og tímasetningar í samræmi við þarfir hvers og eins.
Jákvæð öldrun
Námskeiðið nýtist öllum sem hafa áhuga á að kynnast ýmsum gagnreyndum aðferðum til þess að auka líkurnar á bættri líðan og hæfninni til þess að upplifa jákvæða öldrun.
Það er mjög margt sem hefur áhrif á það hvernig við eldumst og hvort við náum að njóta 3ja æviskeiðsins eftir að hafa lokið ævistarfinu og skilað afkomendum okkar út í lífið. Á námskeiðinu er farið yfir hvaða áhrifaþættir auka möguleika okkar á jákvæðri öldrun og hvernig við getum nýtt okkur þá sem best.
Á námskeiðinu er m.a. fjallað um:
- Mýturnar varðandi öldrun og áhrif þeirra á viðhorf okkar.
- Hvaða leiðir við getum tileinkað okkur til þess að eldast vel.
- Hvernig við getum öðlast þroskaða hamingju.
- Hvernig við getum bætt lífi við árin.
Ávinningur námskeiðsins
- Aukin sátt og jákvæðara viðhorf til öldrunar.
- Aukin þekking og innsýn í leiðir til þess eldast vel.
- Hæfni til þess að stuðla að eigin vellíðan og jákvæðri öldrun.
Námskeiðið nýtist öllum sem hafa áhuga á að kynnast ýmsum gagnreyndum aðferðum til þess að auka líkurnar á bættri líðan og hæfninni til þess að upplifa jákvæða öldrun.
Lengd; allt frá 45-60 mín fyrirlestri að 3 klst námskeiði eða samkvæmt samkomulagi.
Tímalengd
Allt frá 45-60 mín fyrirlestri að 3 klst námskeiði eða samkvæmt samkomulagi.