Stjórnandi

Hugrún Linda Guðmundsdóttir
Félagsráðgjafi MA., Faglegur handleiðari og Markþjálfi.

Jóga Nidra - Djúpslökun fyrir hópinn þinn
Jóga Nidra losar um streitu, bætir svefn, umbreytir neikvæðum hugsanamynstrum og skapar jafnvægi. Jóga Nidra er gott fyrir alla sem þurfa að róa og slaka taugakerfið en með virkri ástundun nær fólk oft góðri innri slökun og betri tengingu við sjálfan sig sem skilar sér svo í því að fólk nær betri tökum á öðrum þáttum lífsins.
Jóga Nidra er ævaforn hugleiðslu og djúpslökunaraðferð sem örvar líffræðilega ferla svefnsins til að fara inn á mörk svefns og vöku.
Jóga Nidra losar um streitu, bætir svefn, umbreytir neikvæðum hugsanamynstrum og skapar jafnvægi. Getur hjálpað til við að ná tökum á órólegum huga, kvíða, þunglyndi og til að létta á líkamlegum kvillum.
Jóga Nidra er liggjandi hugleiðslutækni sem byggir á öndun og slökun, núvitund, líkamsvitund og tengingu við hið innra sjálf.
Jóga Nidra er gott fyrir alla sem þurfa að róa og slaka taugakerfið. Með jóga nidra ástundun nær fólk oft góðri innri slökun og betri tengingu við sjálfan sig sem skilar sér svo í því að fólk nær betri tökum á öðrum þáttum lífsins.
Jóga Nidra er líka gott fyrir alla sem eiga við svefnörðugleika að stríða. Langtímaástundun leiðir til betri svefns og betra jafnvægis í daglegu lífi.
Tímalengd
1 klst. vinnustofa