Stjórnandi
Aldís Arna Tryggvadóttir
PCC vottaður markþjálfi, streituráðgjafi, samskiptaráðgjafi og viðskiptafræðingur
Við viljum koma á móts við þarfir okkar viðskiptavina og sérsníðum því fyrirlestra og tímasetningar í samræmi við þarfir hvers og eins.
Leynivopn leiðtogans
Hvernig geta stjórnendur og starfsmenn eflt sig sem leiðtoga og bætt líðan sína og árangur í vinnu og einkalífi án þess að auka álag og streitu? Svarið felst í því að verða sinn eigin markþjálfi!
Stækkaðu þig og þína!
Markmið námskeiðsins er að kenna þátttakendum samtalstækni markþjálfunar í samskiptum og markmiðasetningu hvers konar – að verða sinn eigin markþjálfi. Í kjölfarið að minnka álag, áreiti og streitu þátttakenda en ofangreint hefur bagaleg áhrif á heilsu fólks.
Stjórnendur eru undir sérstaklega miklu álagi í vinnu og samskiptum. Þeir eru bakhjarlar margra en eiga yfirleitt sjálfir fáa eða jafnvel enga bakhjarla.
Á námskeiðinu er annars vegar farið yfir það hvernig stjórnendur geta styrkt sig sem leiðtoga (innri markþjálfun) og bætt líðan sína og árangur í vinnu og einkalífi án þess að auka álag og streitu. Hins vegar er fjallað um hvernig stjórnendur geta eflt og hvatt starfsmenn sína til þess að bera ríkari ábyrgð á eigin líðan, heilsu og árangri í leik & starfi á uppbyggilegan og árangursríkan hátt (ytri markþjálfun).
Dæmi um spurningar sem svarað verður á námskeiðinu:
- Hvað er markþjálfun & hver eru megin verkfæri aðferðarfræðarinnar?
- Hvernig má efla leiðtogahæfni stjórnenda & starfsmanna og laða fram það besta í viðkomandi?
- Hvernig getur samtalstækni markþjálfunar verið forvörn gegn álagi, streitu og vanlíðan en um leið aukið starfsánægju og afköst?
- Hvernig má stuðla að fyrirmyndar samskiptum?
- Hvernig getur markþjálfun kennt einstaklingum að bera ríkari ábyrgð á eigin heilsu, líðan & árangri? (Innri markþjálfun).
- Hvernig nýtist teymismarkþjálfun til að bæta vinnustaðarmenningu og velgengni vinnustaðarins? (Ytri markþjálfun).
Sannur leiðtogi miðlar virði og mögleikum fólks til vaxtar og velgengni á það skýran hátt að viðkomandi fer sjálf/ur að trúa því og haga sér í samræmi við það.
Lengd námskeiðs
30 -120 mín. (30, 45, 60, 90, 120 mín).
Vinnustofa 1/2 eða 1 dagur