Stjórnandi
Aldís Arna Tryggvadóttir
PCC vottaður markþjálfi, streituráðgjafi, samskiptaráðgjafi og viðskiptafræðingur
Við viljum koma á móts við þarfir okkar viðskiptavina og sérsníðum því fyrirlestra og tímasetningar í samræmi við þarfir hvers og eins.
Orku-, vellíðunar- og streitustjórnun
Sjálfstyrkingarnámskeið þar sem þátttakendum eru kenndar aðferðir til að ná tökum á streitu og vanlíðan hvers konar með fræðslu og einstaklingsbundinni streituvarnaráætlun til frambúðar.
Streitutengdir sjúkdómar eru algengir í nútímasamfélagi og geta verið mjög alvarlegir ef ekki er tekið í taumana í tæka tíð. Streita getur haft neikvæð áhrif á sjálfsmynd, samskipti, heilsu og lífsgæði einstaklinga en með fræðslu til forvarna er hægt að minnka og jafnvel koma í veg fyrir neikvæð áhrif af streitu.
Markmið námskeiðsins er að þátttakendur átti sig á því hvað veldur þeim streitu, hvernig þeir bregðast við (streitueinkenni og álagsviðbrögð) og hvernig þeir geti minnkað líkurnar á að streitan nái yfirhöndinni með einstaklingsbundinni streituvarnaráætlun til frambúðar.
Um er að ræða 5-10 skipta námskeið og eru efnistök námskeiðsins eftirfarandi:
- Almennt um streitu, orsakir og áhrif á líkamlega, andlega og félagslega heilsu. Hvernig má þekkja einkennin og vera vakandi fyrir viðvörunarbjöllunum?
- Mismunandi form streitu: Jákvæð streita, viðvarandi streita, kulnun (e. Burnout) og sjúkleg streita/örmögnun (e. Exhaustion Disorder).
- Ábyrgð á eigin heilsu og líðan. Hlutverk og skyldur ,,Orkumálaráðherra“. Hvernig má fækka streituvöldum og fjölga orkugjöfum?
- Forsendur árangursríkrar streitustjórnunar til frambúðar. ,,S-in 5“. Sýnt fram á mikilvægi stjórnar á eigin heilsu, sjálfsþekkingar, sýnar, skipulags og sjálfsaga.
- Samskipti og streita. Áhrif samskipta á orkustig og líðan. Að greina á milli orkugefandi og orkuminnkandi samskipta. Fjallað um árangursrík og streituminnkandi samskipti.
- Streitukortið. Innri stefnumótunarvinna – punktstaða A. Sjálfsþekking: Kortlagning á helstu streituvöldum, ríkjandi streitustigi og hefðbundnum viðbrögðum við álagi, áreiti og streitu (fyrsta mat).
- Streitukortið – Valdefling: Árangursrík streituráð og einstaklingsbundnar streituvarnir (endurskoðað mat).
Fjallað um haldbærustu streituráðin:
- H-in 5: Hugarfar, hvíld, hamingjustundir, hófleg hreyfing og heilbrigði.
- Framtíðarsýn um jafnvægi milli vinnu og einkalífs – Óskastaða B: Jafnvægi í leik og starfi. Að skapa líf sem ekki þarf frí frá.
- Markmiðasetning um árangursríka streitustjórnun með aðferðafræði markþjálfunar að leiðarljósi.
- Að rækta garðinn sinn áfram veginn. Samantekt, spurningar og umræður.
Jafnvægi í lífi, leik og starfi er lykillinn að vellíðan og velgengni einstaklinga.
Tímalengd
30 -120 mín. (30, 45, 60, 90, 120 mín).
Vinnustofa 1/2 eða 1 dagur.
Athugið: er einnig í boði sem fjarfyrirlestur í gegnum MS Teams.
Stéttarfélög veita gjarnan styrki til námskeiða og fyrirbyggjandi aðgerða er snerta heilsu- og öryggi sinna félagsmanna, sem dæmi sjálfstyrkingarnámskeið og stjórnendaþjálfun/starfstengda markþjálfun. Hafðu samband við þitt stéttarfélag til þess að kanna þinn rétt.