Stjórnandi

Steinunn Ragnarsdóttir
Við viljum koma á móts við þarfir okkar viðskiptavina og sérsníðum því fyrirlestra og tímasetningar í samræmi við þarfir hvers og eins.
Persónuleg stefnumótun
Vinnustofan nýtist þeim sem vilja nýta möguleika sína í framtíðinni sem best með því að virkja eigið frumkvæði og hugrekki til þess að taka mikilvægar ákvarðanir.
Hvaða leiðir eru mögulegar til þess að móta okkar eigin stefnu hvort sem við erum á tímamótum í lífinu eða stöndum frammi fyrir mikilvægum ákvörðunum. Á þessari vinnustofu eru kynntir ýmsir valkostir sem nýtast vel í persónulegri stefnumótun og geta haft mikil áhrif á velferð okkar þegar ákvarðanir um framtíðina eru teknar.
Á vinnustofunni er m.a. fjallað um:
- Hvernig styrkleikar okkar geta nýst sem allra best.
- Hvernig við virkjum við áhugahvötina og það sem gefur okkur orku og gleði.
- Áhrifaþætti sem hafa mikil áhrif á okkar persónulegu velferð.
- Hvernig við getum notað styrkleika okkar á skapandi hátt.
Ávinningur námskeiðsins
- Skýrari stefna og sýn á framtíðina.
- Ýmsar leiðir til að auka lífsfyllingu og gleði.
- Meira frumkvæði og hugrekki til þess að taka ákvarðanir.
Vinnustofan nýtist þeim sem vilja nýta möguleika sína í framtíðinni sem best með því að virkja eigið frumkvæði og hugrekki til þess að taka mikilvægar ákvarðanir.
Lengd vinnustofu
Frá 60 mín allt að 3 klst eða samkvæmt nánara samkomulagi.