Stjórnandi

Guðrún Katrín Jóhannesdóttir
Félagsfræðingur, MA. Fjölskyldufræðingur
Við viljum koma á móts við þarfir okkar viðskiptavina og sérsníðum því þjónustuna og tímasetningar í samræmi við þarfir hvers og eins.

Saman í liði
Betri vinnustaðamenning og samskiptasáttmáli. Vinnustofa fyrir stjórnendur og starfsfólk.
Heilsuvernd býður upp á sérsniðna vinnustofu fyrir vinnustaði þar sem markmiðið er að skapa jákvæða vinnustaðamenningu.
Áhersla er lögð á ábyrgð hvers og eins í byggja upp betri vinnustaðamenningu og hvernig fólk getur unnið betur saman sem heild með sálfélagslegt öryggi og vellíðan starfsfólks að leiðarljósi.
Öll sem eru á vinnustofunni koma að samskiptasáttmála í lokin sem leggur línurnar varðandi samskipti og framkomu á vinnustaðnum. Greint er á milli þeirra samskipta sem eru leyfileg og ekki leyfileg.
Tímalengd vinnustofu
2 klst eða samkvæmt nánara samkomulagi.