Stjórnandi

Steinunn Ragnarsdóttir
Við viljum koma á móts við þarfir okkar viðskiptavina og sérsníðum því fyrirlestra og tímasetningar í samræmi við þarfir hvers og eins.
Skapandi leiðir til velferðar
Námskeiðið nýtist öllum sem hafa áhuga á skapandi aðferðum til þess að auka lífsgæði sín og rækta eigin sköpunarkraft og gleði.
Skapandi leiðir til velferðar.
Hvernig virkjum við skapandi leiðir til lausna og velferðar í lífi og starfi? Þetta er meðal þess sem fjallað er um á námsskeiðinu. Þátttakendur fá að kynnast ýmsum skapandi aðferðum sem styðjast við vísindalegar rannsóknir með það að markmiði að efla eigin velferð í lífi og starfi.
Á námskeiðinu er m.a. fjallað um:
- Ýmsar aðferðir úr smiðju jákvæðrar sálfræði s.s. styrkleikagreiningar og jákvæð inngrip til þess að stuðla að eigin velferð.
- Hvernig við getum eflt eigin sköpunarkraft til þess að skapa okkur það líf sem gefur okkur mesta hamingju.
- Hvernig við virkjum eigin áhughvöt og gleði í lífi og starfi.
- Hvaða leiðir eru færar til þess að verða ánægðasta úgáfan af okkur sjálfum.
Ávinningur námskeiðsins
- Fleiri verkfæri í velferðar verkfærakistuna.
- Aukin þekking og innsýn í ýmsar leiðir til þess að auka lífshamingjuna.
- Hvatning og frumkvæði til þess að styrkja eigin velferð og líðan.
Námskeiðið nýtist öllum sem hafa áhuga á skapandi aðferðum til þess að auka lífsgæði sín og rækta eigin sköpunarkraft og gleði.
Tímalengd
Allt frá 45-60 mín fyrirlestri að 3 klst námskeiði eða samkvæmt samkomulagi.