Fara á efnissvæði

Stjórnandi

Steinunn Ragnarsdóttir

Við viljum koma á móts við þarfir okkar viðskiptavina og sérsníðum því fyrirlestra og tímasetningar í samræmi við þarfir hvers og eins.

Senda fyrirspurn eða bóka fræðslu

Skapandi stjórnun

Námskeiðið nýtist þeim sem vilja tileinka sér skapandi leiðir til lausna og árangurs í stjórnunarstörfum, virkja frumkvöðlahæfni og skapa ný tækifæri.

Á námskeiðinu er fjallað um ýmsar skapandi leiðir til lausna og árangurs í stjórnun. Kynntir verða þeir þættir sem einkenna skapandi stjórnun og hver helsti ávinningur þeirra er sem tileinka sér hana og nota í sínum stjórnunarstörfum. 

Á námskeiðinu er m.a. fjallað um:

  • Frumkvöðlaferlið, hugmyndavinnu og nýtingu tækifæra.
  • Skapandi greinar og stjórnun skipulagsheilda.
  • Verkefnastjórnun og langtíma áætlanagerð.
  • Innleiðingu skapandi leiða til árangurs.

Ávinningur námskeiðsins:

  • Þekking á helstu þáttum skapandi stjórnunar.
  • Innsýn í ferlið að þróa hugmynd og gera að veruleika.
  • Ýmsar skapandi leiðir til þess að styrkja fyrirtækjamenningu og liðsheild.

Námskeiðið nýtist þeim sem vilja tileinka sér skapandi leiðir til lausna og árangurs í stjórnunarstörfum, virkja frumkvöðlahæfni og skapa ný tækifæri.

Tímalengd 

Allt frá 45-60 mín fyrirlestri að 3 klst námskeiði eða samkvæmt samkomulagi.