Stjórnandi

Bragi Reynir Sæmundsson
Sálfræðingur
Við viljum koma á móts við þarfir okkar viðskiptavina og sérsníðum því fyrirlestra og tímasetningar í samræmi við þarfir hvers og eins.

Skyndihjálp í krefjandi samskiptum
Erindi fyrir alla þá sem vilja styrkja samtalstækni sína, hámarka árangur í erfiðum samskiptum og hafa jákvæð áhrif á aðra.
Hér er um erindi að ræða þar sem tekin eru fyrir þau lykilatriði sem gera fólki kleift að ná hámarksárangri í erfiðum samskiptum.
Meðal annars er farið yfir mikilvæga þætti í samtalstækni og hvernig unnt er að takast á við krefjandi einstaklinga með farsælum hætti þrátt yrir ólíkar þarfir þeirra og framkomu.
Ætlað öllum þeim sem vilja styrkja sig enn frekar í sessi auk þess að hafa jákvæð áhrif á aðra.
Lengd fyrirlesturs
30-90 mín. eða eftir samkomulagi