Stjórnandi

Steinunn Ragnarsdóttir
Við viljum koma á móts við þarfir okkar viðskiptavina og sérsníðum því fyrirlestra og tímasetningar í samræmi við þarfir hvers og eins.
Stefnumótun
Námskeiðið hentar stjórnendum sem hafa áhuga á því að kynna sér stefnumótunarferlið og tileinka sér í starfi og leggja þannig grunn að árangri og velgengni.
Aðalsmerki hvers stjórnanda er skýr framtíðarsýn og stefna sem er faglega unnin og er sameiginlegt leiðarljós allra þeirra sem starfa hjá fyrirtækinu. Á námskeiðinu er farið yfir helstu þætti stefnumótunarferlisins ásamt innleiðingu og eftirfylgni.
Á námskeiðinu er m.a. fjallað um:
- Framtíðarsýn fyrirtækja og tengingu hennar við tilgang þess og hlutverk.
- Ytri og innri greiningu tækifæra og styrkleika sem skapa virðisauka.
- Hvernig við virkjum hagaðila til þess að koma að stefnumótunarferlinu.
- Mikilvægi innleiðingar stefnunnar og reglulegrar eftirfylgni.
Ávinningur námskeiðsins
- Haldgóð þekking á helstu þáttum stefnumótunarferlisins.
- Hagnýtar leiðir til þess að gera aðgerðaráætlun.
- Góð yfirsýn og hnitmiðuð vinnubrögð.
Námskeiðið hentar stjórnendum sem hafa áhuga á því að kynna sér stefnumótunarferlið og tileinka sér í starfi og leggja þannig grunn að árangri og velgengni.
Tímalengd
Allt frá 45-60 mín fyrirlestri að 3 klst námskeiði eða samkvæmt samkomulagi.