Stjórnandi

Hugrún Linda Guðmundsdóttir
Félagsráðgjafi MA., Faglegur handleiðari og Markþjálfi.
STOPP NÚ - Endurhleðsla í amstri dagsins
Örnámskeið þar sem starfsfólki er boðið upp á verkfæri til að hægja á, hlaða og endurstilla sig í amstri dagsins. Stutt örnámskeið sem hentar einkar vel sem orkuinnspýting inn í vinnudaginn eða í hádeginu til að brjóta upp daginn og endurhlaða orkuna.
STOPP NÚ - Endurhleðsla í amstri dagsins
Í hraða og álagi dagsins er auðvelt að falla í vanabundin mynstur og láta streitu og áreiti stjórna okkur. Þegar við gefum okkur ekki tíma til að staldra við, tekur sjálfstýringin völdin – við bregðumst ósjálfrátt við, oft á þann hátt sem þjónar okkur ekki til lengri tíma.
Námskeiðið Stopp nú - Endurhleðsla í amstri dagsins – býður upp á einföld verkfæri til að hægja á, hlaða, endurstilla og velja meðvitað hvernig við bregðumst við aðstæðum. Með því að æfa okkur í að stoppa, anda, tengja og velja styrkjum við hæfni okkar til komast úr sjálfsstýringu, auka meðvitund um viðbrögð okkar, róum taugakerfið og búum til rými fyrir innri jafnvægi.
Ávinningurinn er margþættur:
- Minni streita og aukin innri ró
- Betri einbeiting og meiri athygli í verkefnum dagsins
- Aukin meðvitund sem bætir samskipti og samskiptafærni
- Meiri seigla og vellíðan til lengri tíma
Þegar við gefum okkur stutt stopp yfir daginn getur það haft mikil áhrif – ekki aðeins á okkur sjálf, heldur líka á samstarfið, starfsandann og heildarárangurinn á vinnustaðnum.
Til að styðja við innleiðingu í daglegt líf fær hver þátttakandi sent stutt efni eftir hvern tíma með hagnýtum ráðum og æfingum sem auðvelt er að nota strax í vinnudeginum.
Fjarnámskeið í gegnum Zoom eða Teams
Tímalengd: Þrjú skipti, 30-40 mín í senn.
Ýmsar tímasetningar eru í boði. Tilvalið er að bjóða upp á námskeiðið í byrjun vinnudags til að keyra upp orkuna eða í hádeginu til að brjóta upp daginn og endurhlaða orkuna.
Eins er tilvalið að dreifa námskeiðinu yfir td. þrjár vikur, eitt námskeið í hverri viku.