Fara á efnissvæði

Stjórnandi

Hugrún Linda Guðmundsdóttir

Félagsráðgjafi MA., Faglegur handleiðari og Markþjálfi.

Senda fyrirspurn eða bóka fræðslu

Streita, vinnustreita, kulnun

Vinnustofa fyrir starfsfólk þar sem lögð er áhersla á forvarnir gegn streitu, helstu einkenni og ástæður vinnustreitu og kulnunar og kynntar m.a. hagnýtar leiðir til að efla álagsþol. 

Streita, vinnustreita, kulnun

Í vinnustofunni er farið yfir hvað streita er, hvernig hún birtist í lífi og starfi og hvaða áhrif hún hefur á líkama og huga.

Kynnt verða helstu einkenni og ástæður vinnustreitu og kulnunar. Lögð er áhersla á forvarnir og hvernig hægt er að efla álagsþol.

Þátttakendur fá innsýn í hagnýtar leiðir til að auka meðvitund, bregðast við álagsmerkjum og byggja upp innri styrk í krefjandi aðstæðum. 

 

Tímalengd: 2 klst. vinnustofa