Fara á efnissvæði

Stjórnandi

Steinunn Ragnarsdóttir

Við viljum koma á móts við þarfir okkar viðskiptavina og sérsníðum því fyrirlestra og tímasetningar í samræmi við þarfir hvers og eins.

Senda fyrirspurn eða bóka fræðslu

Styrkleikavinnustofa

Námskeið eða vinnustofa sem nýtist öllum sem hafa áhuga á því að kynnast og kortleggja sína styrkleika og hvernig þeir geta nýst  til þess að auka lífsgæði og hamingju.

Hvað eru styrkleikar og hvers vegna er mikilvægt að þekkja þá og leggja til grundvallar í því sem við tökum okkur fyrir hendur ? Þetta er meðal þess sem fjallað er um á vinnustofunni en þar fá þátttakendur að kynnast ýmsum gagnvirkum aðferðum til þess að greina styrkleika og nota þá þannig að þeir njóti sín sem best í lífi og starfi. 

Á vinnustofunni er m.a. fjallað um:

  • Ýmsar viðurkenndar leiðir til þess að greina styrkleika.
  • Hvers vegna það er mikilvægt að þekkja sína styrkleika vel.
  • Hvaða áhrif það hefur þegar við ofnotum eða vanrækjum styrkleika.
  • Hvernig við getum notað styrkleika á skapandi hátt til þess að auka velferð okkar.

Ávinningur námskeiðsins

  • Aukin sjálfsþekking og sjálfsöryggi.
  • Hagnýtar leiðir til þess að vinna með og nota styrkleika.
  • Innsýn sem eflir eigin velferð og líðan.

Námskeiðið nýtist öllum sem hafa áhuga á því að kynnast og kortleggja sína styrkleika og  hvernig þeir geta nýst  til þess að auka lífsgæði og hamingju.

Tímalengd vinnustofu

Frá 60 mín allt að 3 klst eða samkvæmt nánara samkomulagi.