Fara á efnissvæði

Stjórnandi

Steinunn Ragnarsdóttir

Stjórnunarráðgjafi og leiðbeinandi

Við viljum koma á móts við þarfir okkar viðskiptavina og sérsníðum því þjónustuna og tímasetningar í samræmi við þarfir hvers og eins.

Senda fyrirspurn eða bóka fræðslu

Styrkleikavinnustofa

Námskeið eða vinnustofa sem nýtist öllum sem hafa áhuga á því að kynnast og kortleggja sína styrkleika og hvernig þeir geta nýst  til þess að auka lífsgæði og hamingju.

Að þekkja styrkleika sína og leggja þá til grundvallar í lífi og starfi getur haft afgerandi áhrif á velferð og árangur einstaklinga og teyma. 

Þessi þekking eykur sjálfsöryggi starfsfólks og eykur jafnframt traust og starfsgleði í teyminu. Kynntar eru ýmsar skapandi leiðir til þess að efla velferð þátttakenda sem taka virkan þátt í vinnustofunni.

Á vinnustofunni er m.a. fjallað um:

  • Ýmsar viðurkenndar leiðir til þess að greina styrkleika.
  • Hvers vegna það er mikilvægt að þekkja sína styrkleika vel.
  • Hvaða áhrif það hefur þegar við ofnotum eða vanrækjum styrkleika.
  • Hvernig við getum notað styrkleika á skapandi hátt til þess að auka velferð okkar.

Ávinningur námskeiðsins

  • Aukin sjálfsþekking og sjálfsöryggi.
  • Hagnýtar leiðir til þess að vinna með og nota styrkleika.
  • Innsýn sem eflir eigin velferð og líðan.

Námskeiðið nýtist öllum sem hafa áhuga á því að kynnast og kortleggja sína styrkleika og  hvernig þeir geta nýst  til þess að auka lífsgæði og hamingju.

Tímalengd vinnustofu

Frá 60 mín allt að 3 klst eða samkvæmt nánara samkomulagi.