Fara á efnissvæði

Stjórnandi

Aldís Arna Tryggvadóttir

PCC vottaður markþjálfi, streituráðgjafi, samskiptaráðgjafi og viðskiptafræðingur

Við viljum koma á móts við þarfir okkar viðskiptavina og sérsníðum því fyrirlestra og tímasetningar í samræmi við þarfir hvers og eins.

Senda fyrirspurn eða bóka fræðslu

Vegferð að vellíðan og velgengni

Vellíðan er forsenda velgengni í lífi, leik og starfi. Lærðu að setja þér persónuleg markmið og vertu eftirleiðis þinn eigin ,,forsætisráðherra’’ sem ber fulla ábyrgð á að vita hver þú ert, hvað þú vilt og á hvaða sviðum lífsins þú ætlar að sigra: Að skapa þér líf án eftirsjár í fullri gnægð með lífsgleði að leiðarljósi. 

Þitt líf – þín leið!

Markmiðið er að valdefla þátttakendur svo þeir læri að setja sér persónuleg markmið og í kjölfarið upplifað betri líðan, aukinn árangur og meiri hamingju, tilgang, sigra & sátt.

Hvað værir þú að gera ef tími, peningar, álit annarra, fyrri reynsla, menntun og störf skiptu engu máli? 

Fjallað er um hvernig þú finnur tilgang þinn í lífinu og leyfir styrkleikum þínum að njóta sín – þér sjálfum og samfélaginu öllu til heilla. Þegar þú hlustar á hjartað – ,,músíkina” þína, þá er leiðin ,,rétt“ því hjartað veit best. Því miður eru alltof margir með stillt á lag sem þeir tengja ekki við og fá viðkomandi ekki til að vilja syngja og dansa. En hvað ef þú fyndir þína músík og gætir fagnandi tekið á móti nýjum degi í takt við þína músík?

Farið er yfir markmiðasetningu með sjálfsþekkingu, sjálfsvirðingu og sjálfsrækt að leiðarljósi. Það að þekkja og rækta sjálfan sig, langanir sínar og drauma er fyrsta skrefið í átt að breyttu og betra lífi. En forsenda þess að fólki gangi vel er að því líði vel. Þátttakendum verða látnir í té lyklar að árangursríkri markmiðasetningu: ,,Á-in 8’’ sem opna fyrir viðkomandi allar áttir að vellíðan og velgengni í leik og starfi. 

Dæmi um spurningar sem teflt verður fram á námskeiðinu:

  1. Hver er ég (raunverulega) og hvernig manneskja vil ég verða?
  2. Hvað vil ég (raunverulega) og af hverju?
  3. Hvað er hamingja fyrir mér?
  4. Hvað er árangur?
  5. Hvernig nýtist markþjálfun við persónulega markmiðasetningu og hvernig set ég mér markmið?
  6. Hver er mín ,,músík“ – draumsýn um betra líf?
  7. Hvernig get ég upplifað ríkari tilgang, stolt, sjálfstraust, sælu og sátt?
  8. Hvernig geta ,,Á-in 8’’ verið lyklarnir að því að ég nái markmiðum mínum á hvaða sviði lífs míns sem er?
  9. Hvernig get ég verið minn eigin markþjálfi til frambúðar & skrifað restina af lífssögunni minni sjálf(ur)?

Það skiptir ekki máli hvaðan þú kemur heldur hvert þú ert að fara. Hvert ætlarðu? Þetta er þitt líf – finndu þína leið.

Tímalengd

30 -120 mín. (30, 45, 60, 90, 120 mín). 

Vinnustofa 1/2 eða 1 dagur.

Athugið: er einnig í boði sem fjarfyrirlestur í gegnum MS Teams.