Stjórnandi

Steinunn Ragnarsdóttir
Við viljum koma á móts við þarfir okkar viðskiptavina og sérsníðum því fyrirlestra og tímasetningar í samræmi við þarfir hvers og eins.

Vinnustofur með LEGO SERIOUS PLAY
LEGO SERIOUS PLAY er aðferð sem hentar vel stjórnendum og teymum, sem vilja nýta sér skapandi og lausnamiðaða aðferð til þess að laða fram þekkingu og hugmyndir með aðkomu allra þátttakenda í td. stefnumótunarvinnu eða til að leysa áskoranir.
LEGO® SERIOUS PLAY® er skapandi og lausnamiðuð aðferð sem laðar fram þekkingu og hugmyndir með aðkomu allra þátttakenda.
Þetta er árangursrík aðferð fyrir stjórnendur og teymi til þess að finna lausnir í hinu flókna rými þar sem skapandi lausnir, stefnumótun og viðskiptaþróun mætast.
Helsti ávinningur aðferðarinnar
- Hún er árangursrík aðferð til þess að finna raunhæfar lausnir við margþættum áskorunum.
- Hún virkjar alla þátttakendur með því allir taka jafnan þátt í ferlinu og deila hugmyndum sínum.
- Hún tengir gildi okkar og hlutverk við stefnu fyrirtækisins og tilgang þess.
- Hún leysir úr læðingi þekkingu, sem stundum er okkur hulin, með því að tengja hana við innsæið.
Ávinningur vinnustofunnar:
- Viðtækari þekking og fleiri hugmyndir.
- Öflug og árangursrík aðferð til stefnumótunnar í rauntíma.
- Sameinar áskoranir og lausnir samtímis og sparar þannig tíma.
Vinnustofurnar henta vel stjórnendum og teymum, sem vilja nýta sér aðferðina í stefnumótun eða til þess að leysa áskoranir.
Allar vinnustofurnar eru sérsniðnar að hverju viðfangsefni og hefjast með undirbúningsviðtali til þess að skilgreina markmið og gera áætlun um tímalengd.
Tímalengd
Vinnustofurnar geta verið allt frá 3 klst eða lengur ef óskað er eftir því hvað viðfangsefnið er yfirgripsmikið.