Fara á efnissvæði

Stjórnandi

Steinunn Ragnarsdóttir

Stjórnunarráðgjafi og leiðbeinandi

Við viljum koma á móts við þarfir okkar viðskiptavina og sérsníðum því þjónustuna og tímasetningar í samræmi við þarfir hvers og eins.

Senda fyrirspurn eða bóka fræðslu

Virkjaðu skapandi hugsun

Hvernig getum við virkjað við skapandi hugsun í lífi og starfi? Þátttakendur  kynnast ýmsum aðferðum sem styðjast við vísindalegar rannsóknir með það að markmiði að efla eigin sköpunarkraft og velgengni. 

Hvernig getum við virkjað við skapandi hugsun í lífi og starfi? Þátttakendur  kynnast ýmsum aðferðum sem styðjast við vísindalegar rannsóknir með það að markmiði að efla eigin sköpunarkraft og velgengni. Námskeiðið er sett saman af fræðslu, vinnustofum og verkefnavinnu með virkri þátttöku nemenda en getur einnig verið í formi fyrirlesturs. 

Á námskeiðinu er m.a. fjallað um

  • Ýmsar aðferðir úr smiðju jákvæðrar sálfræði s.s. styrkleikagreiningar og verkefni sem efla eigin sjálfsþekkingu og hamingju.
  • Hvernig við getum eflt sköpunarkraftinn og skapað okkur það líf sem gefur okkur mesta orku og gleði.
  • Hvernig við virkjum skapandi hugsun í lífi og starfi og vinnum úr nýjum hugmyndum.
  • Ýmsar áhrifaríkar leiðir til þess að draga úr álagi og minnka streitu .

Ávinningur námskeiðsins

  • Þekking á starfsemi heilans og áhrifum álags á heilsu og líðan.
  • Fleiri verkfæri í velferðar verkfærakistuna.
  • Aukin sjálfsþekking og innsýn í ýmsar skapandi leiðir til þess að efla árangur.
  • Meiri hæfni til þess að efla frumkvæði og sköpunarkraft.

Námskeiðið nýtist öllum sem hafa áhuga á að kynnast gagnreyndum leiðum til þess að virkja skapandi hugsun og sköpunarkraft til þess að efla árangur og skapa nýja möguleika.


Tímalengd 

60 mín eða samkvæmt samkomulagi.