Atvinnutengdar heilsufarsskoðanir
Starfsráðningaskoðanir - Sjómannaskoðanir - Flugliðaskoðanir - Slökkviliðs- & reykkafaraskoðanir - Vinnuvéla- & ökuréttindaskoðanir - Umhverfistengdar heilsufarsskoðanir
Hafa samband
Hafðu samband ef þú ert með fyrirspurn eða vilt bóka heilsufarsskoðun fyrir þitt starfsfólk
Starfsráðningaskoðanir
Heilsuvernd býður upp á heilsufarsskoðanir á nýju starfsfólki sem hefur störf hjá fyritækjum sem gera kröfum um að starfsfólk uppfylli ákveðnar heilsufarslegar kröfur.
Sjómannaskoðanir
Heilsufarsskoðanir og læknisvottorð (STCW/STCW-F) vegna starfa á sjó.
STCW fyrir alþjóðleg atvinnuskírteini til starfa á farþega- og flutningaskipum.
Læknisvottorð um sjón, heyrn og heilbrigði sjómanna (STCW-F) vegna starfa á skemmtibátum, fiskiskipum, varðskipum, öðrum skipum sem ekki flokkast sem flutninga- eða farþegaskip og eru yfir 24 metrar og eru á sjó lengur en þrjá daga. Einnig vegna atvinnuskírteina fyrir leiðsögumenn skipa.
Nánari upplýsingar á samgongustofa.is
Flugliðaskoðanir
Heilsufarsskoðanir á flugfreyjum og flugþjónum og útgáfa heilbrigðisskírteinis.
Slökkviliðs- og reykkafaraskoðanir
Læknisskoðun og áreynslupróf vegna starfsréttinda hjá slökkviliðum
Heilsufarsskoðanir vegan kafararéttinda
Heilsufarsskoðnur vegna atvinnukafararéttinda og útgáfa læknisvottorðs atvinnukafara.
Heilsufarsskoðanir vegna vinnuvéla og aukinna ökuréttinda
Heilsufarsskoðun vegna vinnuvélaréttinda á krana ásamt aukinna ökuréttinda (meirapróf).
- Kranapróf (A, B, C, D og P)
- Meirapróf (B-far, C1, CE, D1E, DE)
Nánari upplýsingar um vinnuvélaréttindi á samgongustofa.is og vinnueftirlitid.is
Umhverfistengdar heilsufarsskoðanir starfsmanna
Heilsufarsskoðun vegna myglu og rakaskemmda
Heilsufarsskoðun þar sem gert er mat á heilsufari starfsmanna fyrirtækis þar sem greinst hefur mygla eða rakaskemmdir.
Heilsufarsskoðun vegna vinnu með asbest
Heilsufarsskoðun þar sem gert er mat á heilsufari starfsmanna sem vinna með asbest.
Aðrar heilsufarsskoðanir fyrir starfsfólk fyrirtækja
Við bjóðum einnig upp á ýmsar grunn heilsufarsskoðanir og sértækar heilsufarsskoðanir með sérvöldum áhersluþáttum fyrir vinnustaði og starfsfólk þeirra.