Fjarveruskráningar
Heilsuvernd sinnir fjarveruskráningum þar sem hjúkrunarfræðingar hafa umsjón með skráningu veikindafjarvista og veita starfsmönnum fyrirtækja ráðgjöf í veikindum.
Hafa samband
Hafðu samband ef þú ert með fyrirspurn eða óskar nánari upplýsinga um þjónustuna
Fjarveruskráningar
Frá árinu 1987 hefur Heilsuvernd sinnt trúnaðarlæknisþjónustu fyrir fyrirtæki ásamt fjarveruskráningum þar sem hjúkrunarfræðingar hafa umsjón með skráningu veikindafjarvista og veita starfsfólki fyrirtækja ráðgjöf í veikindum.
Markmið þjónustunnar er að efla heilbrigði og vellíðan starfsfólks og veita fyrirtækjum yfirsýn yfir veikindamynstur vinnustaðarins.
Fjarvistaskráningin kemur í stað hefðbundinna læknisvottorða og hefðbundins trúnaðarlæknakerfis en starfsfólk leita almennt áfram til síns heimilislæknis til meðhöndlunar.
Starfsfólk hefur ávallt aðgengi að heilbrigðisstarfsfólki Heilsuverndar til ráðgjafar á símatíma jafnvel þó ekki sé um veikindafjarvist að ræða.
Tilkynning veikinda og heilbrigðisráðgjöf
Tekið er á móti tilkynningum um veikindafjarvistir og veitt heilbrigðisráðgjöf í síma 510-6500 alla virka daga frá kl. 8:30 til 15:30.
Þjónustuþættir
- Fjarveruskráning: símatími hjúkrunarfræðinga kl. 8:30-15:30 alla virka daga
- Utan almenns opnunartíma getur vaktavinnufólk tilkynnt veikindi allan sólarhringinn gegnum talhólf (hringt tilbaka næsta virka dag m.t.t. skráningar)
- Ráðgjöf til starfsfólks í veikindum
- Ráðgjöf til starfsfólks um heilbrigðismál og vegna hvers kyns heilsutengdra fyrirspurna
- Virk viðverustjórnun m.t.t. Bradford staðals
- Inngrip hjúkrunarfræðinga varðandi tíðar veikindafjarvistir starfsfólks
- Aðgengi að trúnaðarlækni í málum starfsfólks gerist þess þörf.
- Yfirlit / vottorð staðfestra fjarvista starfsfólks – yfirlitsskýrslur sem hafðar eru til hlíðsjónar við greiðslu veikindadaga, aðgengilegar í rauntíma fyrir launadeildir
- Greining og mat á fjarvistum starfsmanna fyrirtækja. Tölulegar upplýsingar um fjarverumál fyrirtækisins aðgengilegar í rauntíma fyrir mannauðsstjóra á Power BI mælaborði
- Reglubundnir fundir með stjórnendum eftir þörfum
- Heilsupistlar sendir út reglubundið til fyrirtækis / starfsfólks með hvatningu og fræðslu um ýmis mál tengd heilsuvernd, vinnuvernd og öryggi
- Aðgengi að annarri þjónustu Heilsuverndar.