Skyndihjálp
Námskeiðin í skyndihjálp eru ætluð skipulagsheildum og hópum. Námskeiðin henta einkar vel á afmörkuðum fundum, í hádeginu eða tengt annarri fræðslustarfssemi svo sem í heilsuviku, á fræðsludögum og þess háttar.
Hafa samband
Hafðu samband ef þú ert með fyrirspurn eða vilt bóka skyndihjálparnámskeið fyrir þitt starfsfólk
Á skyndihjálparnámskeiðunum er lögð áhersla á að kenna rétt viðbrögð í neyð og einfaldar aðferðir skyndihjálpar. Leiðbeinendur námskeiðsins eru sérþjálfaðir hjúkrunarfræðingar með kennsluréttindi frá Rauða krossi Íslands.
Þátttakendur á skyndihjálparnámskeiðum Heilsuverndar (4+6 klst) fá viðurkennd skírteini í lok námskeiðs.
Grundvallarþekking í skyndihjálp getur skipt sköpun
Vinnuslys og lífshættuleg atvik eða bráð veikindi geta átt sér stað á öllum vinnustöðum. Þá er brýnt að hafa undirstöðuþekkingu í skyndihjálp því miklvægt er að bregðast fumlaust við þegar mínútur og jafnvel sekúndur geta skipt sköpum.
Megin markmið námskeiða er að þátttakendur:
- Geri sér grein fyrir mikilvægi skyndihjálpar
- Kunni hin fjögur skref skyndihjálpar
- Kunni rétt viðbrögð við neyðaraðstæður
- Öðlist grunnfærni í að beita skyndihjálp og sálrænum stuðniningi í neyðartilfellum
- Geti veitt slösuðu/veiku fólki aðstoð í neyð þar til sérhæfð aðstoð berst
Við viljum koma á móts við þarfir okkar viðskiptavina og bjóðum því einnig upp á að sníða námskeið og tímasetningar eftir bestu getu í samræmi við þarfir hvers og eins.
Heilsuvernd býður upp á eftirfarandi grunnnámskeið:
Skyndihjálparnámskeið I
Námskeiðið er ætlað þeim sem vilja læra eða rifja upp grunnatriði skyndihjálpar og sálræns stuðnings, öðlast lágmarksfærni í að veita slösuðum eða veikum aðstoð í bráðatilfellum og geti greint einkenni algengra sjúkdóma og áverka.
Þáttakendur fá viðurkennd skírteini frá Rauða Krossinum í lok námskeiðs.
Tímalengd: 4 klst.
Endurlífgunarnámskeið
Markmið námskeiðsins er að þátttakendur öðlist færni í að beita hjartahnoði og blæstri og kunni að nota hjartarafstuðtæki við endurlífgun.
Hentugt námskeið fyrir þá sem hafa lært skyndihjálp áður en mælt er með endurmenntun annað hvert ár.
Tímalengd: 2 klst.
Skyndihjálparnámskeið II
Námskeiðið er ætlað þeim sem vilja læra eða rifja upp grunnatriði skyndihjálpar og sálræns stuðnings, öðlast lágmarksfærni í að veita slösuðum eða veikum aðstoð í bráðatilfellum og geti greint einkenni algengra sjúkdóma og áverka.
Á þessu námskeiði er einnig er farið nánar í þætti sem henta best á hverjum vinnustað fyrir sig og er sérsniðið að vinnustaðnum.
Þáttakendur fá viðurkennd skírteini frá Rauða Krossinum í lok námskeiðs.
Tímalengd: 6 klst.
Kennslufyrirkomulag skyndihjálparnámskeiða
Kennslufyrirkomulag:
Fyrirlestur, sýnikennsla, tilfellaæfingar og umræður.
Fjöldi:
Við miðum við allt að 15 manns á námskeiði með einum leiðbeinenda.
Ef hópurinn er stærri getum við bætt við öðrum leiðbeinanda við fyrir hverja 15 nemendur fyrir aukagjald. Hámarksfjöldi á námskeiði eru 30 manns.