Stunguóhöpp
Heilsuvernd býður upp á þjónustu tengda stunguóhöppum fyrir fyrirtæki og stofnanir sem eru í þjónustusamningi hjá Heilsuvernd.
Hafa samband
Hafðu samband ef þú ert með fyrirspurn eða vilt bóka þjónustuna
Stunguóhöpp og rétt viðbrögð
Mikilvægt er að bregðast rétt og strax við stunguóhöppum. Stunguóhöpp eru oftast af völdum nála aða annarra beittra áhalda sem geta borið með sér blóð eða að líkamsvessa.
Blóð og líkamsvessar geta verið úr sýktum einstaklingum og þannig smitað þann sem verður fyrir stungu.
Líklegustu sýklar til að berast með nálarstungum eru lifrarbólgu B, veira lifrarbólgu C veira og alnæmisveira (HIV).