Trúnaðarlæknisþjónusta
Trúnaðarlæknaþjónusta og ráðgjöf hjúkrunarfræðinga varðandi veikindi og fjarvistir starfsmanna, heilsuvernd og endurhæfingu er mikilvægur tengiliður milli vinnustaða og starfsmanna.
Hafa samband
Hafðu samband ef þú ert með fyrirspurn eða óskar nánari upplýsinga um þjónustuna
Trúnaðarlæknaþjónusta veitir forráðamönnum fyrirtækja og stofnana óháða ráðgjöf varðandi læknisfræðileg málefni í viðkomandi rekstri.
Trúnaðarlæknaþjónsta er veitt alla virka daga milli 08:30-16:00.
Þjónustuþættir
- Veitir ráðgjöf vegna fjarvista starfsmanna í veikinda- og slysatilfellum, meðal annars varðandi læknisvottorð.
- Veitir ráðgjöf um áætlaða tímalengd veikindafjarvista.
- Framkvæmir starfshæfnismat og skipuleggur endurkomu starfsmanna að beiðni stjórnenda til vinnu eftir langvarandi veikindi eða slysi.
- Veitir starfsmönnum, í sérstökum tilvikum og í samráði við tengilið fyrirtækis, ráðgjöf varðandi heilsufarsvandamál og leiðbeiningar um hvert skal snúa sér varðandi frekari greiningu og meðferð innan heilbrigðiskerfisins.
- Gætir hagsmuna starfsmanna varðandi þætti sem gæti spillt heilsu þeirra í starfi. Trúnaðarlæknir vinnur að greiningu og úrbótum slíkra vandamála í samvinnu við starfsmannahald og stjórnendur fyrirtækja.
- Trúnaðarlæknisþjónsta er ekki meðhöndlandi þjónusta
Fyllsta trúnaðar er alltaf gætt.
Ráðgjöf hjúkrunarfræðings
Stuðningsviðtal við hjúkrunarfræðing í langtímaveikindum
Í stuðningsviðtali við hjúkrunarfræðing skapast tækifæri til að athuga hvort starfsmaður sé í réttum farvegi með veikindi sín, sé að fá þá þjónustu sem nauðsynleg er til að ná heilsu.
Fjarverusamtal við hjúkrunarfræðing vegna skammtímafjarveru
Fjarverusamtal við hjúkrunarfræðing er góður vettvangur til að fara yfir ástæður skammtímafjarvista starfsmanns, huga að heilsufari, leiðum til úrbóta og bættri mætingu.
...Því hver dagur er dýrmætur !