Fréttir og tilkynningar
Við hefjum nýja starfsemi á nýjum stað!
Vilt þú vera með okkur í spennandi vegferð í nýju þjónustuúrræði fyrir aldraða í glæsilegri starfsstöð Heilsuverndar að Urðarhvarfi 16. Fjölmörg störf í boði fyrir öflugt fólk.
Jólakveðja Heilsuverndar og opnunartímar
Heilsuvernd óskar ykkur gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári!
Lokað verður á rauðum dögum yfir hátíðarnar.
Heilsuvernd hefur hlotið viðurkenninguna Framúrskarandi fyrirtæki 2025 frá Creditinfo
Framúrskarandi fyrirtæki er vottun fyrir íslensk fyrirtæki sem uppfylla ströng skilyrði Creditinfo um heilbrigðan rekstur og sterkar stoðir.
Félags- og húsnæðismálaráðherra heimsækir Heilsuvernd
Í dag kom Inga Sæland félags og húsnæðismálaráðherra ásamt fríðu föruneyti frá ráðuneytinu til okkar og fékk kynningu á Heilsuvernd.
Heimsókn heilbrigðisráðherra til Heilsuverndar
Alma Möller heilbrigðisráðherra, Guðmundur Ari Sigurjónsson þingflokksformaður Samfylkingar og Jón Magnus Kristjánsson aðstoðarmaður ráðherra komu í heimsókn í dag til okkar í Heilsuvernd.
Liðsauki til Heilsuverndar
Við bjóðum Hugrúnu Lindu Guðmundsdóttur og Steinunni Birnu Ragnarsdóttur velkomnar til Heilsuverndar
Gulur dagur, 10. september: Alþjóðlegur forvarnardagur sjálfsvíga
Starfsfólk Heilsuverndar og Heilsugæslunnar í Urðarhvarfi skellti í gult morgunkaffi og klæddist gulu í tilefni dagsins. Mánuðurinn allur, gulur september, er tileinkaður vitundarvakningu um mikilvægi geðræktar og sjálfsvígsforvarna með kærleika, aðgát og umhyggju að leiðarljósi
Læknir óskast til starfa
Heilsuvernd óskar eftir að ráða lækni til starfa. Við leitum að metnaðarfullum einstaklingi sem hefur jákvæðni og góð samskipti að leiðarljósi og vill vera hluti af öflugu teymi. Umsóknarfrestur er til og með 24. ágúst.