Heilsuvernd
Einkarekið fyrirtæki í heilbrigðisþjónustu sem sérhæfir sig í heilsu- og vinnuverndarstörfum
því hver dagur er dýrmætur
Sérhæfing á sviði heilsu- og vinnuverndar
Fyrirtækjaþjónusta
Heilsuvernd veitir fyrirtækjum margvíslega þjónustu á sviði heilsu- og vinnuverndar, trúnaðarlæknisþjónustu, fjarveruskráningar og hjúkrunarráðgjöf, heilsufarsskoðanir, bólusetningar, sálfræðiþjónustu, sálfélagslegt mat og EKKO-ráðgjöf, auk ýmiskonar ráðgjöf, fræðslu og námskeiðahalds.
Einstaklingsþjónusta
Heilsuvernd býður þjónustuþegum sínum upp á aðstoð og ráðgjöf á flestum þeim sviðum sem snúa að velferð einstaklinga, sálfræði- og læknisþjónustu, heilsufarsmælingar, streituráðgjöf, félagsráðgjöf, markþjálfun og fleira.
Bólusetningar ferðamanna
Heilsuvernd býður ferðamönnum upp á allar almennar og sértækar bólusetningar og ráðgjöf vegna ferðalaga erlendis.
Mannauðurinn
Hjá Heilsuvernd og dótturfyrirtækjum starfa nálægt 600 manns og fer starfshópurinn okkar ört vaxandi.
Hjá okkur starfar fjölbreyttur hópur starfsfólks sem hefur það að leiðarljósi að efla heilbrigði og vellíðan þjónustuþega Heilsuverndar.
Því hver dagur er dýrmætur!
Fræðsla og námskeið
ÖLL FRÆÐSLA OG NÁMSKEIÐSkyndihjálp
Námskeið í skyndihjálp ætlað skipulagsheildum og hópum. Vinnuslys og lífshættuleg atvik geta átt sér stað á öllum vinnustöðum og þá getur grundvallarþekking í skyndihjálp skipt sköpum. Þátttakendur fá viðurkennd skírteini í lok námskeiðs.
Leiðbeinendur námskeiðsins eru sérþjálfaðir hjúkrunarfræðingar með kennsluréttindi frá Rauða krossi Íslands.
Að líða vel í vinnunni
Fyrirlesturinn hentar öllum þeim sem hafa áhuga á góðri vinnustaðamenningu og er umhugað um vellíðan á vinnustað.
Steinunn Ragnarsdóttir
Stjórnunarráðgjafi og leiðbeinandi
Fræðsla um svefn og svefnvenjur
Úrval fyrirlestra um svefn fyrir vinnustaði, fyrirtæki, skóla, íþróttafélög, félagasamtök og aðra hópa.
Sérfræðingar Betri svefns
Stefnumótun
Námskeiðið hentar stjórnendum sem hafa áhuga á því að kynna sér stefnumótunarferlið og tileinka sér í starfi og leggja þannig grunn að árangri og velgengni.
Steinunn Ragnarsdóttir
Stjórnunarráðgjafi og leiðbeinandi
Jákvæð sálfræði – Hugur, heilsa og hamingja
Í þessari vinnustofu er farið yfir grundvallarhugmyndir jákvæðrar sálfræði og hvernig nálgunin getur stutt við aukna vellíðan og virkni í lífi og starfi.
Hugrún Linda Guðmundsdóttir
Félagsráðgjafi MA., Faglegur handleiðari og Markþjálfi.
Saman í liði
Betri vinnustaðamenning og samskiptasáttmáli. Vinnustofa fyrir stjórnendur og starfsfólk.
Guðrún Katrín Jóhannesdóttir
Félagsfræðingur, MA. Fjölskyldufræðingur
Vinnustofur með LEGO SERIOUS PLAY
LEGO SERIOUS PLAY er aðferð sem hentar vel stjórnendum og teymum, sem vilja nýta sér skapandi og lausnamiðaða aðferð til þess að laða fram þekkingu og hugmyndir með aðkomu allra þátttakenda í td. stefnumótunarvinnu eða til að leysa áskoranir.
Steinunn Ragnarsdóttir
Stjórnunarráðgjafi og leiðbeinandi
Fjölmenning á vinnustað
Í þessum fyrirlestri er sérstaklega fjallað um helstu þætti fjölmenningar á vinnustöðum og hvernig hægt er að bregðast við þeim, fyrirbyggja áskoranir og virkja þá styrkleika sem felast í fjölbreytninni sem skapast á fjölþjóðlegum vinnustöðum.
Steinunn Ragnarsdóttir
Stjórnunarráðgjafi og leiðbeinandi
EKKO fræðsla
Spornum við óæskilegri hegðun og byggjum upp heilbrigðan vinnustað sem styður við sálfélagslegt öryggi og vellíðan starfsfólks.
Guðrún Katrín Jóhannesdóttir
Félagsfræðingur, MA. Fjölskyldufræðingur
Einelti á vinnustað
Einelti getur átt sér stað á hvaða vinnustað sem er. Tilvalið námskeið fyrir þá vinnustaði sem vilja koma í veg fyrir einelti og skapa gott og verndandi starfsumhverfi fyrir sitt starfsfólk.
Guðrún Katrín Jóhannesdóttir
Félags- og fjölskyldufræðingur, MA.
Farsæl starfslok - Nýtt upphaf
Námskeiðið er ætlað þeim sem eru að nálgast starfslokin eða hafa þegar hafið ferlið og vilja vera vel undirbúin. Næstu námskeið hefjast 9. febrúar og 23. mars.
Steinunn Ragnarsdóttir
Stjórnunarráðgjafi og leiðbeinandi
Stefnumótun í eigin lífi – Jákvæð sálfræði og markþjálfun
Þetta námskeið er fyrir þá sem vilja taka meðvitaða afstöðu til eigin lífs, ná betra jafnvægi og lifa í meiri sátt við sjálfa/n sig – í takti við eigin styrkleika, gildi og drauma.
Hugrún Linda Guðmundsdóttir
Félagsráðgjafi MA., Faglegur handleiðari og Markþjálfi.
Streituskólinn – Streita og forvarnir
Streita, álag og forvarnir er flokkur fyrirlestra sem sérstaklega fjallar um streitu, áhrif hennar og forvarnir. Fyrirlestrarnir eru haldnir af streituráðgjöfum Streituskólans og Heilsuverndar. Fræðsla til forvarna eru okkar hvatningarorð, því hver dagur er dýrmætur!
Ólafur Þór Ævarsson
Geðlæknir
Árangursrík streitustjórnun á mannamáli
Markmið námskeiðsins er að kenna þátttakendum að velja jafnvægi í lífi, leik og starfi – að verða sinn eigin ,,Orkumálaráðherra”.
Aldís Arna Tryggvadóttir
PCC vottaður markþjálfi, streituráðgjafi, samskiptaráðgjafi og viðskiptafræðingur
Fréttir og tilkynningar
Yfirlit frétta
Við hefjum nýja starfsemi á nýjum stað!
Vilt þú vera með okkur í spennandi vegferð í nýju þjónustuúrræði fyrir aldraða í glæsilegri starfsstöð Heilsuverndar að Urðarhvarfi 16. Fjölmörg störf í boði fyrir öflugt fólk.
Jólakveðja Heilsuverndar og opnunartímar
Heilsuvernd óskar ykkur gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári!
Lokað verður á rauðum dögum yfir hátíðarnar.
Heilsuvernd hefur hlotið viðurkenninguna Framúrskarandi fyrirtæki 2025 frá Creditinfo
Framúrskarandi fyrirtæki er vottun fyrir íslensk fyrirtæki sem uppfylla ströng skilyrði Creditinfo um heilbrigðan rekstur og sterkar stoðir.