Heilsuvernd
Einkarekið fyrirtæki í heilbrigðisþjónustu sem sérhæfir sig í heilsu- og vinnuverndarstörfum
því hver dagur er dýrmætur
Sérhæfing á sviði heilsu- og vinnuverndar
Fyrirtækjaþjónusta
Heilsuvernd veitir fyrirtækjum margvíslega þjónustu á sviði heilsu- og vinnuverndar, trúnaðarlæknisþjónustu, fjarveruskráningar og hjúkrunarráðgjöf, heilsufarsskoðanir, bólusetningar, sálfræðiþjónustu, sálfélagslegt mat og EKKO-ráðgjöf, auk ýmiskonar ráðgjöf, fræðslu og námskeiðahalds.
Einstaklingsþjónusta
Heilsuvernd býður þjónustuþegum sínum upp á aðstoð og ráðgjöf á flestum þeim sviðum sem snúa að velferð einstaklinga, sálfræði- og læknisþjónustu, heilsufarsmælingar, streituráðgjöf, félagsráðgjöf, markþjálfun og fleira.
Mannauðurinn
Hjá Heilsuvernd og dótturfyrirtækjum starfa nálægt 600 manns og fer starfshópurinn okkar ört vaxandi.
Hjá okkur starfar fjölbreyttur hópur starfsfólks sem hefur það að leiðarljósi að efla heilbrigði og vellíðan þjónustuþega Heilsuverndar.
Því hver dagur er dýrmætur!
Fræðsla og námskeið
ÖLL FRÆÐSLA OG NÁMSKEIÐSkyndihjálp
Námskeið í skyndihjálp ætlað skipulagsheildum og hópum. Vinnuslys og lífshættuleg atvik geta átt sér stað á öllum vinnustöðum og þá getur grundvallarþekking í skyndihjálp skipt sköpum. Þátttakendur fá viðurkennd skírteini í lok námskeiðs.
Leiðbeinendur námskeiðsins eru sérþjálfaðir hjúkrunarfræðingar með kennsluréttindi frá Rauða krossi Íslands.
Smitsjúkdómar barna – fræðsla fyrir starfsfólk í leikskólum
Fræðsla um smitsjúkdóma barna fyrir starfsfólk leikskóla. Markmiðið er að fræða um helstu einkenni smitsjúkdóma barna vegna fjölda veikinda leikskólabarna á fyrstu árunum. Einnig að þekkja helstu smitleiðir til forvarnar gegn smitum innan leikskólans bæði fyrir starfsfólk og börn.
Valdís Birta Arnarsdóttir
Hjúkrunarfræðingur
Kynferðisleg áreitni á vinnustað
Kynferðisleg áreitni getur átt sér stað á hvaða vinnustað sem er. Námskeiðið er fyrir vinnustaði sem vilja leggja sitt af mörkum til að koma í veg fyrir að kynferðisleg áreitni þrífist á þeirra vinnustöðum og um leið skapa öruggt og gott umhverfi fyrir sitt starfsfólk.
Guðrún Katrín Jóhannesdóttir
Félags- og fjölskyldufræðingur, MA.
Orku-, vellíðunar- og streitustjórnun
Sjálfstyrkingarnámskeið þar sem þátttakendum eru kenndar aðferðir til að ná tökum á streitu og vanlíðan hvers konar með fræðslu og einstaklingsbundinni streituvarnaráætlun til frambúðar.
Aldís Arna Tryggvadóttir
PCC vottaður markþjálfi, streituráðgjafi, samskiptaráðgjafi og viðskiptafræðingur
Skyndihjálp í krefjandi samskiptum
Erindi fyrir alla þá sem vilja styrkja samtalstækni sína, hámarka árangur í erfiðum samskiptum og hafa jákvæð áhrif á aðra.
Bragi Reynir Sæmundsson
Sálfræðingur
Best þegar á reynir
Hvernig hámarka ég árangur minn og næ fram því besta sem máli skiptir? Í þessum fyrirlestri er áherslan lögð á þær aðferðir sem afreksfólk á hinum ýmsum sviðum beitir til að ná árangri í leik og starfi.
Bragi Reynir Sæmundsson
Sálfræðingur
Orku-, vellíðunar- og streitustjórnun
Sjálfstyrkingarnámskeið þar sem þátttakendum eru kenndar aðferðir til að ná tökum á streitu og vanlíðan hvers konar með fræðslu og einstaklingsbundinni streituvarnaráætlun til frambúðar.
Aldís Arna Tryggvadóttir
PCC vottaður markþjálfi, streituráðgjafi, samskiptaráðgjafi og viðskiptafræðingur
Best þegar á reynir
Hvernig hámarka ég árangur minn og næ fram því besta sem máli skiptir? Í þessum fyrirlestri er áherslan lögð á þær aðferðir sem afreksfólk á hinum ýmsum sviðum beitir til að ná árangri í leik og starfi.
Bragi Reynir Sæmundsson
Sálfræðingur
Fréttir og tilkynningar
Yfirlit fréttaHeilsuvernd Heilsugæsla í Urðarhvarfi og Betri Svefn
Heilsuvernd Heilsugæsla í Urðarhvarfi og Betri Svefn eru nú í formlegu samstarfi. Sérstaklega er horft til þess að nýta SheSleep app og nýsköpun í formi meðferðar og fræðslu til kvenna með þessum hætti.