Fara á efnissvæði

Lovísa María Emilsdóttir

Einstaklingsmeðferð, para- og fjölskylduráðgjöf, skilnaðarráðgjöf

FYRIRSPURN EÐA BÓKA TÍMA

Tekið er á móti tímapöntunum í síma 510-6500. 

Lovísa María útskrifaðist með MA gráðu í Félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands árið 2017 og lauk námi í fjölskyldumeðferðarfræði á meistarastigi við Endurmenntun Háskóla Íslands árið 2022. Lovísa hefur einnig lært brainspotting (BSP) áfallameðferð, dáleiðslu og jákvæða sálfræði. 

Helstu meðferðarform:

  • Brainspotting áfallameðferð (BSP)
  • Díalektísk atferlismeðferð (DAM) eða dialectical behaviour therapy (DBT) 
  • Partavinna
  • Núvitund
  • Lausnamiðuð nálgun
  • Dáleiðsla


Lovísa starfar með einstaklingum, fjölskyldum og pörum hjá Heilsuvernd. Hún hefur öðlast mikla þekkingu og reynslu á að starfa með einstaklinga sem eru að glíma við afleiðingar áfalla, kvíða, depurð og þunglyndi.  Hún hefur sinnt meðferðarvinnu einstaklinga sem eru með sjálfskaðandi hegðun og einnig þeirra sem eru í sjálfsvígshættu hjá Píeta Samtökunum undanfarin ár.  Einnig hefur hún sinnt sorgarúrvinnslu fyrir aðstandendur einstaklinga sem hafa tekið eigið líf. 

Reynsla Lovísu er sú að fyrsta skrefið þegar ákveðið er að leita sér faglegrar aðstoðar er yfirleitt það erfiðasta. Þess vegna telur hún mikilvægt að mæta einstaklingum þar sem þeir eru staddir hverju sinni, með virðingu og hlýju að leiðarljósi.

Áherslur:

  • Áföll og afleiðingar þeirra
  • Sorg og sorgarferli
  • Streita og kulnun
  • Samskiptaörðugleikar
  • Meðvirkni
  • Pararáðgjöf
  • Skilnaðarráðgjöf
  • Ráðgjöf fyrir aðstandendur fólks sem glíma við andleg veikindi