Elfar Þór Bragason, sálfræðingur
Elfar sinnir almennri klínískri sálfræðimeðferð, fullorðinna einstaklinga, ungmenna og barna, svo sem kvíði, þunglyndi og lágt sjálfsmat. Elfar sinnir einnig áfengis- og vímuefnameðferð og er með starfsleyfi sem áfengis- og vímuefnaráðgjafi frá Embætti landlæknis.
Elfar hóf feril sinn sem áfengis- og vímuefnaráðgjafi. Hann bjó lengi í Svíþjóð þar sem hann menntaði sig og starfaði. Elfar hefur síðan haldið áfram að mennta sig og jafnframt starfað bæði á Íslandi og í Svíþjóð. Samhliða klínískri meðferð hefur Elfar reynslu af fræðslu og handleiðslu. Elfar flutti síðan alfarið heim til Íslands og kláraði meistara nám í klínískri sálfræði í háskólanum í Reykjavík.
Menntun
2022: Schematherapi Modul A, B og C.
2018- 2020: Meistaranám í klínískri sálfræði í Háskólanum í Reykjavík.
2015 – 2016: Grunnnám í HAM, Hugrænni atferlismeðferð. (Svenska institutet för kognitiv psykoterapi, Svíþjóð)
2014: Nám í CRA, Community Reinforcement Approach. (Svíþjóð)
2014: Grunnnám í áhugahvetjandi samtölum (Svíþjóð)
2010 – 2013: B.A. nám í sálfræði Háskólinn á Akureyri. B.A. gráða í sálfræði.
2006 – 2009: Psychodrama, Group psychoanalytic bioenergetic therapy and body work course.
2006 – 2008: Meðferðarfræði í Lýðháskólanum í Värnamo (Svíþjóð) Meðferðarfræðingur.
Starfsreynsla
2019- 2021: Sálfræðingur hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSU)
2017- 2018: Áfengis og vímuefnaráðgjafi hjá Félagasamtökunum Samhjálp. (Hlaðgerðarkot)
2014 – 2016: Kennari/handleiðari í áhugahvetjandi samtölum fyrir Heilbrigðisþjónustuna í Dölunum (Landstinget Dalarna) (Svíþjóð).
2013 – 2016: Meðferðarfræðingur/Therapist á réttargeðsjúkrahúsinu í Säter í Svíþjóð.
Rannsóknir
Motivation to change? Psychometric Properties of SOCRATES and URICA, the extent of substance abuse and motivation to change among people with early onset psychosis.