Fara á efnissvæði
Hjalmar-Sigurdur-Asbjornsson

Hjálmar Sigurður Ásbjörnsson, sálfræðingur

Hjálmar sinnir almennri sálfræðimeðferð fullorðinna, svo sem við kvíðaröskunum, áfallastreituröskun, lágu sjálfsmati, þunglyndi og svefntruflun. Meðferðarformin sem hann  notar eru hugrænar atferlismeðferðir, þá sérstaklega ACT (Acceptance & Commitment Therapy) og Hugræn Úrvinnslumeðferð (CPT).  Hjálmar hefur einnig sérhæft sig í að kenna núvitund og fléttir þeim aðferðum inn í meðferð þegar við á.

Hjálmar starfaði um árabil sem ráðgjafi á geðsviði Landspítalans á Kleppi. Hann bjó eitt ár í Ástralíu þar sem hann kláraði diplómunám í sálfræði í Háskólanum í Melbourne. Hann hefur lengi haft mikinn áhuga á núvitund sem tæki til að takast á við tilfinningalegan vanda og 2021 kláraði hann nám í kennsluþjálfun í núvitund sem Bangor háskóli í Wales í samvinnu með Núvitundarsetrinu á Íslandi buðu upp á. Þar sérhæfði hann sig í að kenna námskeiðið Mindfulness-based Stress Reduction (MBSR) undir handleiðslu Önnu Dóru Frostadóttur sálfræðings og núvitundarkennara. Í framhaldi af því kláraði hann mastersnám í klínískri sálfræði fullorðinna í Háskóla Íslands

Menntun
2021 – 2023: Meistaranám í klínískri sálfræði fullorðinna í Háskóla Íslands
2019-2021: Kennsluþjálfun í núvitund frá Bangor háskóla.
2008-2009: Diplómunám í sálfræði frá Háskólanum í Melbourne, Ástralíu
2002-2006: BS í sálfræði í Háskóla Íslands

Starfsreynsla
2005-2008: Ráðgjafi á deild 15, Kleppi
2015-2023: Ráðgjafi á Öryggisgeðdeild, Kleppi
2022: Starfsnám í DAM-teyminu á Kleppi

Rannsóknir
- Einelti í æsku og tengsl við geðræn einkenni og þjónustunýtingu í klínísku úrtaki (MSc lokaverkefni: Háskóli Íslands)

- Mat á alvarleika persónuleikavandamála: Athugun á spurningalistanum Severity Indices of Personality Problems (SIPP) í úrtaki íslenskra háskólanema