
Hjálmar Sigurður Ásbjörnsson, sálfræðingur
Hjálmar sinnir almennri sálfræðimeðferð fullorðinna, svo sem við kvíðaröskunum, áfallastreituröskun, lágu sjálfsmati, þunglyndi og svefntruflun. Meðferðarformin sem hann notar eru hugrænar atferlismeðferðir, þá sérstaklega ACT (Acceptance & Commitment Therapy) og Hugræn Úrvinnslumeðferð (CPT). Hjálmar hefur einnig sérhæft sig í að kenna núvitund og fléttir þeim aðferðum inn í meðferð þegar við á.
Hjálmar starfaði um árabil sem ráðgjafi á geðsviði Landspítalans á Kleppi. Hann bjó eitt ár í Ástralíu þar sem hann kláraði diplómunám í sálfræði í Háskólanum í Melbourne. Hann hefur lengi haft mikinn áhuga á núvitund sem tæki til að takast á við tilfinningalegan vanda og 2021 kláraði hann nám í kennsluþjálfun í núvitund sem Bangor háskóli í Wales í samvinnu með Núvitundarsetrinu á Íslandi buðu upp á. Þar sérhæfði hann sig í að kenna námskeiðið Mindfulness-based Stress Reduction (MBSR) undir handleiðslu Önnu Dóru Frostadóttur sálfræðings og núvitundarkennara. Í framhaldi af því kláraði hann mastersnám í klínískri sálfræði fullorðinna í Háskóla Íslands
Menntun
2021 – 2023: Meistaranám í klínískri sálfræði fullorðinna í Háskóla Íslands
2019-2021: Kennsluþjálfun í núvitund frá Bangor háskóla.
2008-2009: Diplómunám í sálfræði frá Háskólanum í Melbourne, Ástralíu
2002-2006: BS í sálfræði í Háskóla Íslands
Starfsreynsla
2005-2008: Ráðgjafi á deild 15, Kleppi
2015-2023: Ráðgjafi á Öryggisgeðdeild, Kleppi
2022: Starfsnám í DAM-teyminu á Kleppi
Rannsóknir
- Einelti í æsku og tengsl við geðræn einkenni og þjónustunýtingu í klínísku úrtaki (MSc lokaverkefni: Háskóli Íslands)
- Mat á alvarleika persónuleikavandamála: Athugun á spurningalistanum Severity Indices of Personality Problems (SIPP) í úrtaki íslenskra háskólanema