Fara á efnissvæði
Karen-Geirsdottir

Karen Geirsdóttir, sálfræðingur

Karen Geirsdóttir er sálfræðingur að mennt og sinnir meðferð og greiningu á sálrænum vanda hjá ungmennum, börnum og fullorðnum.

Karen leggur áherslu á hugræna atferlismeðferð (HAM) og díalektíska atferlismeðferð (DAM) og hefur reynslu af því að vinna með kvíða, þunglyndi, lágt sjálfsmat, streitu og fleira.

Karen útskrifaðist með meistaragráðu í klínískri sálfræði sumarið 2024, og hlaut starfsleyfi sem sálfræðingur í kjölfarið. Meistaraverkefnið hennar fjallaði um að árangursmeta hópmeðferð fyrir almenna kvíðaröskun.

Hún varði starfsnámi sínu á Heilsuvernd og á Landspítalanum og sinnti þar meðferð. Hún tekur einnig viðtöl á Áfalla- og sálfræðimiðstöðinni einn dag í viku. Karen hefur gefið út hlaðvarp sem heitir Hugvarpið, sem er til þess að fræða almenning um geðheilbrigði og geðraskanir, sem er aðgengilegt á öllum helstu streymisveitum.

Menntun 
2024:  Endurmenntun – Tilfinningavandi og DAM nálgun
2022-2024:  Meistaragráða í klínískri sálfræði í Háskólanum í Reykjavík. 
2021-2022:  Viðbótardiplóma í uppeldis og menntunarfræði við Háskóla Íslands
2022:  ART réttindanámskeið
2012 – 2016:  B.Sc. gráða í sálfræði við Háskóla Íslands

Starfsreynsla 
2024 - :  Sálfræðingur hjá Heilsuvernd, barnaþjónusta
2024 - :  Sálfræðingur hjá Áfalla og sálfræðimiðstöðinni 
2023:  Meðferðarfulltrúi á Vogi og meðferðarheimilinu Vík
2021-2022: Vinakot/Skólakot, deildarstjóri
2020-2021:  Klettaskóli, atferlisþjálfi og umsjónarkennari

Rannsóknir 
- The effectiveness of a group based cognitive behavioral therapy for GAD at primary health care level: pilot study
- Dialectical Behavior Therapy Skills Training in School Settings: A Systematic Review - DBT STEPS-A