Fara á efnissvæði
Gudrun-Katrin-Johannesdottir

Guðrún Katrín Jóhannesdóttir

Para- og fjölskylduráðgjöf, einstaklingsmeðferð og streituráðgjöf

FYRIRSPURN EÐA BÓKA TÍMA

Tekið er á móti tímapöntunum í síma 510-6500. 

Menntun

Fjölskyldufræðingur, Félagsfræðingur, MA, Félagsráðgjöf, BA

Guðrún Katrín Jóhannesdóttir útskrifaðist með BA gráðu í félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands árið 2014 og MA gráðu í félagsfræði frá sama skóla árið 2016. Guðrún lauk námi í fjölskyldufræði á meistarastigi við Endurmenntun Háskóla Íslands árið 2022. Guðrún hefur m.a. starfað áður hjá Píeta, samtökum gegn sjálfsvígum, þar sem hún sinnti ráðgjöf og hópastarfi fyrir aðstandendur.

Helstu meðferðarform

TRM áfallameðferð (Trauma Resiliency Model)
Bsp áfallameðferð (Brainspotting)
Emotionally Focused Couples and Family Therapy
Solution Focused Therapy
Guðrún starfar með einstaklingum, fjölskyldum og pörum. Jafnframt sinnir Guðrún fræðslu, fyrirlestrum, vinnustofum og greiningu samskipta á vinnustöðum.

Áherslur

  • Áföll og afleiðingar
  • Streita og kulnun
  • Samskiptaörðugleikar
  • Meðvirkni
  • Skilnaðarráðgjöf
  • Ráðgjöf fyrir aðstandendur fólks sem glímir við andleg eða líkamleg veikindi
  • Áföll í para- og fjölskyldusamböndum
  • Áhrif áfallasögu einstaklinga í samböndum
  • Samskipti við upprunafjölskyldu
  • Samsettar fjölskyldur