Stjórnandi

Steinunn Ragnarsdóttir
Við viljum koma á móts við þarfir okkar viðskiptavina og sérsníðum því fyrirlestra og tímasetningar í samræmi við þarfir hvers og eins.
Farsæl starfslok
Starfslokin eru mikilvæg tímamót í lífi okkar. Námskeiðið veitir ýmis gagnleg verkfæri til undirbúnings fyrir starfslokin og er ætlað vinnustöðum sem vilja styðja við farsæl starfslok starfsfólks með velferð þeirra að leiðarljósi.
Starfslokin eru mikilvæg tímamót í lífi okkar og til þess að takast á við þær breytingar á farsælan hátt skiptir góður undirbúningur sköpum.
Á námskeiðinu eru kynntar ýmsar hagnýtar og gagnreyndar aðferðir til þess að auka möguleikana á að njóta þessa æviskeiðs og eiga ánægjuleg starfslok.
Á námskeiðinu er m.a. fjallað um:
- Gagnreyndar aðferðir til að styrkja velferð og hamingju með nálgun Jákvæðrar sálfræði.
- Skipulagningu og undirbúning starfsloka, helstu réttindi og ferlið að hefja töku eftirlauna.
- Hvernig við eflum félagsleg tengsl, virkni og sköpum okkur ný tækifæri.
- Persónulega stefnumótun og markmiðasetningu.
Ávinningur námskeiðsins
- Aukin öryggistilfinning og skýr sýn.
- Hagnýt þekking og innsýn.
- Hæfni til þess að auka eigin velferð og efla heilsu.
Námskeiðið veitir ýmis gagnleg verkfæri til undirbúnings fyrir starfslokin og er ætlað vinnustöðum sem vilja styðja við farsæl starfslok starfsfólks með velferð þeirra að leiðarljósi.
Tímalengd
Allt frá 45-60 mín fyrirlestri að 3 klst námskeiði eða samkvæmt samkomulagi.