Fara á efnissvæði

Stjórnandi

Steinunn Ragnarsdóttir

Við viljum koma á móts við þarfir okkar viðskiptavina og sérsníðum því fyrirlestra og tímasetningar í samræmi við þarfir hvers og eins.

Senda fyrirspurn eða bóka fræðslu

Jákvæð stjórnun

Námskeiðið nýtist þeim sem vilja tileinka sér jákvæða stjórnun og kynna sér leiðir til þess að innleiða hana bæði fyrirtækjum og starfsfólki til hagsbóta. 

Á námskeiðinu er fjallað um helsta ávinning jákvæðrar stjórnunar og áhrif hennar á árangur fyrirtækja og líðan starfsfólks. Einnig eru kynntar ýmsar vísindalega rannsakaðar aðferðir úr smiðju jákvæðrar sálfræði sem geta skipt sköpum fyrir velferð og árangur.

Á námskeiðinu er m.a. fjallað um:

  • Hvað er jákvæð stjórnun og hvaða áhrif hún hefur á árangur og velferð. 
  • Innleiðingu gagnreyndra aðferða til þess að auka árangur .
  • Mikilvægi uppbyggilegrar stjórnunar og áhrif hennar á velgengni.
  • Raunveruleg dæmi um áhrif jákvæðrar stjórnunar.

Ávinningur námskeiðsins

  • Þekking á helstu þáttum jákvæðrar stjórnunar.
  • Hagnýtar leiðir til þess að bæta árangur og velferð.
  • Innsýn og skilningur á gagnreyndum aðferðum jákvæðrar stjórnunar.

Námskeiðið nýtist þeim sem vilja tileinka sér jákvæða stjórnun og kynna sér leiðir til þess að innleiða hana bæði fyrirtækjum og starfsfólki til hagsbóta. 


Tímalengd 

Allt frá 45-60 mín fyrirlestri að 3 klst námskeiði eða samkvæmt samkomulagi.