Fara á efnissvæði

Stjórnandi

Steinunn Ragnarsdóttir

Við viljum koma á móts við þarfir okkar viðskiptavina og sérsníðum því fyrirlestra og tímasetningar í samræmi við þarfir hvers og eins.

Senda fyrirspurn eða bóka fræðslu

Menningarstjórnun

Fyrirlesturinn hentar öllum þeim sem hafa áhuga á góðri vinnustaðamenningu og er umhugað um vellíðan á vinnustað. 

Á námskeiðinu eru kynntir helstu þættir menningarstjórnunar frá hugmynd til framkvæmdar hvort sem um ræðir listviðburði eða annars konar viðburði. Farið er yfir hvaða áhrifaþættir það eru sem skera úr um hvernig til tekst. Einnig er fjallað um skipulagningu viðburða, kynningu þeirra og áætlanagerð.

Á námskeiðinu er m.a. fjallað um:

  • Samspil menningar, lista og stjórnunar.  
  • Markvissa og öfluga markaðssetningu.
  • Uppbyggingu baklandsins.
  • Rekstur og áætlanagerð.

Ávinningur námskeiðsins

  • Aukin þekking á verkefnastjórnun og skipulagningu.
  • Yfirsýn og skilningur á heildarmynd og markmiðum.
  • Fagleg og vönduð vinnubrögð sem leiða til árangurs.

Námskeiðið nýtist þeim sem vilja tileinka sér gagnreyndar leiðir til árangurs og lausna í menningarstjórnun með faglegri þekkingu og vinnubrögðum sem auka líkur á velgengni.

Tímalengd 

Allt frá 45-60 mín fyrirlestri að 3 klst námskeiði eða samkvæmt samkomulagi.