Fara á efnissvæði

Stjórnandi

Steinunn Ragnarsdóttir

Við viljum koma á móts við þarfir okkar viðskiptavina og sérsníðum því fyrirlestra og tímasetningar í samræmi við þarfir hvers og eins.

Senda fyrirspurn eða bóka fræðslu

Það fær engin hugmynd í vondu skapi

Hvenær fáum við bestu hugmyndirnar? Fyrirlesturinn hentar þeim sem hafa áhuga á ýmsum áhrifaþáttum á skapandi hugsun og hvernig við getum haft áhrif á líðan okkar með ýmsum gagnreyndum jákvæðum inngripum.

Á fyrirlestrinum er skoðað við hvaða aðstæður við erum mest skapandi og fáum bestu hugmyndirnar ásamt því hvaða tengsl eru á milli skapandi hugsunar og því hvernig okkur líður. Einnig skoðum við hvaða áhrif streita og vanlíðan hefur á sköpunarflæði og hvað er til ráða.

Á fyrirlestrinum er m.a. fjallað um:

  • Hvernig við getum virkjað sköpunarkraftinn og gleðina.
  • Hvaða þættir eru árangursríkastir þegar kemur að skapandi lausnum.
  • Hvort jákvæðar tilfinningar gera okkur meira skapandi.
  • Jafnvægi á milli áskorana og hæfni til þess að skapa flæði.

Fyrirlesturinn hentar þeim sem hafa áhuga á ýmsum áhrifaþáttum á skapandi hugsun og hvernig við getum haft áhrif á líðan okkar með ýmsum gagnreyndum jákvæðum inngripum t.d. úr smiðju jákvæðrar sálfræði sem rannsóknir sýna að hafa langvarandi áhrif til góðs.


Tímalengd 

45-60 mín eða samkvæmt samkomulagi.