FJARVERUSKRÁNINGAR
Markmið þjónustunnar er að efla heilbrigði og vellíðan starfsmanna og veita fyrirtækjum yfirsýn yfir veikindamynstur vinnustaðarins þannig að hugsanlega megi bregðast við heilsuspillandi aðstæðum.
Fjarvistaskráningin kemur í stað hefðbundinna læknisvottorða og hefðbundins trúnaðarlæknakerfis en starfsmenn leita almennt áfram til síns heimilislæknis til meðhöndlunar.
Starfsmenn hafa ávallt aðgengi að heilbrigðisstarfsfólki Heilsuverndar til ráðgjafar á símatíma jafnvel þó ekki sé um veikindafjarvist að ræða.
Opnunartími heilbrigðisráðgjafar hjúkrunarfræðinga og skráning vegna veikindafjarvista er alla virka daga frá kl. 8:30 til 15:30 í síma 510-6500.
Starfsstöðvar eru í Reykjavík og á Akureyri.
ÞJÓNUSTUÞÆTTIR
- Fjarveruskráning: símatími hjúkrunarfræðinga kl. 8:30-15:30 alla virka daga.
- Utan almenns opnunartíma getur vaktavinnufólk tilkynnt veikindi allan sólarhringinn gegnum talhólf.
- Skráning fjarvistar fullfrágengin eftir símtal hjúkrunarfræðings til starfsmanns næsta virka dag.
- Ráðgjöf til starfsfólks í veikindum.
- Ráðgjöf til starfsfólks um heilbrigðismál og heilsuvernd til starfsmanns og fjölskyldu hans vegna hvers kyns heilsutengdra fyrirspurna.
- Aðgengi starfsmanna að hjúkrunarfræðingi í læknamóttöku.
- Aðgengi að trúnaðarlækni í málum starfsmanna gerist þess þörf.
- Heilsupistlar sendir út reglubundið til fyrirtækis / starfsmanna með hvatningu og fræðslu um ýmis mál tengd heilsuvernd, vinnuvernd og öryggi.
- Yfirlit / vottorð staðfestra fjarvista starfsmanna – yfirlitsskýrslur sendar í tengslum við launatímabil og/eða eftir þörfum, höfð til hliðsjónar við greiðslu veikindadaga.
- Greining og mat á fjarvistum starfsmanna fyrirtækja. Ítarlegar skýrslur með tölulegum upplýsingum unnar úr gagnagrunni Heilsuverndar.
- Reglubundnir fundir með stjórnendum.