TRÚNAÐARLÆKNIS ÞJÓNUSTA
Trúnaðarlæknisþjónusta og ráðgjöf varðandi veikindi og fjarvistir starfsmanna, heilsuvernd og endurhæfingu hefur verið liður í þjónustuframboði Heilsuverndar frá árinu 1987.
Aðgengi er að trúnaðarlækni á læknamóttöku Heilsuverndar, alla virka daga kl. 8:30-16:00
ÞJÓNUSTUÞÆTTIR
- Veitir forráðamönnum fyrirtækja og stofnana ráðgjöf varðandi læknisfræðileg málefni í viðkomandi rekstri.
- Veitir ráðgjöf vegna fjarvista starfsmanna í veikinda- og slysatilfellum, meðal annars varðandi læknisvottorð.
- Framkvæmir starfshæfnismat að beiðni stjórnenda vegna endurkomu starfsmanna til vinnu eða vegna veikinda eða slysa.
- Veitir starfsmönnum, í sérstökum tilvikum og í samráði við tengilið fyrirtækis, ráðgjöf varðandi eigin heilsufarsvandamál og leiðbeiningar um hvert skal snúa sér varðandi frekari greiningu og meðferð innan heilbrigðiskerfisins.
- Gætir hagsmuna starfsmanna varðandi allt sem gæti spillt heilsu þeirra í starfi. Trúnaðarlæknir vinnur að greiningu og úrbótum slíkra vandamála í samvinnu við starfsmannahald og stjórnendur fyrirtækja.