Heilsuvernd er viðurkenndur heildstæður þjónustuaðili á sviði heilsu- og vinnuverndar hjá Vinnueftirliti Ríkisins.

 

Við stuðlum að auknu heilbrigði einstaklinga, gæðum og öryggi vinnustaða með því að koma á skipulögðu innra vinnuverndarstarfi hjá viðskiptavinum og efla þekkingu og nýja hugsun hjá stjórnendum og starfsmönnum um heilsu- og vinnuverndarmál.

Markmið vinnuverndarstarfs er að sérhverjum starfsmanni líði vel í vinnunni og að hver og einn fari ávallt heill heim frá vinnu.

Hver er tilgangurinn með skipulögðu öryggis- og vinnuverndarstarfi?

  • Góð stjórnun öryggismála felur í sér skipulagða nálgun í daglegri vinnu – framleiðni eykst í kjölfarið
  • Uppfylla lög, reglur og kröfur
  • Hættur við vinnuna og örugg vinnubrögð eru skilgreind
  • Úrbætur eru greindar og settar í ferli
  • Uppfylltar eru siðferðislegar og samfélagslegar skyldur sem snúa að því að hlúa að starfsmönnunum
  • Starfsmenn geta sjálfir haft áhrif á eigið öryggi og eignast hlut í skipulagningu
  • Ánægður og öruggur starfsmaður er góður starfsmaður

Nánari upplýsingar fást í síma 510 6500 eða með tölvupósti á netfangið hv@hv.is