ÞJÓNUSTA VIÐ FYRIRTÆKI OG VINNUSTAÐI

Sálfræðingarnir taka að sér að þjónusta fyrirtæki með sálrænan stuðning og fræðslu og hafa sum okkar margra ára reynslu á því sviði. Til þess er gerður sérstakur þjónustusamningur við fyrirtækið.

Samvinnan gengur út á nokkra þætti – mismunandi eftir þörfum hvers og eins:

  • Viðtöl á stofu og stuðningur við starfsmenn eða viðskiptavini fyrirtækisins gegn vægara gjaldi
  • Fræðsla til fyrirtækisins um sálrænan stuðning og viðbrögð við áföllum eða erfiðum uppákomum sem átt geta sér stað á vinnustað. Ásamt því að gera starfsfólk mun betur undirbúið undir að takast á við erfiða atburði er upp geta komið og er markmiðið að byggja upp þrautseigju og efla forvarnir
  • Inngrip og/eða fræðsla í tengslum við eineltis eða samskiptavanda.
  • Námskeiðshald
  • Sinna útkallsþjónustu ef erfiðar uppákomur verða þar sem þörf gæti verið á aðstoð strax. Sálfræðingur er alltaf á vakt og með útkallssíma.