Lilja Níelsdóttir

Lilja sinnir almennri klínískri sálfræðimeðferð, svo sem vegna kvíða, þunglyndis, streitu, lágs sjálfsmats og athyglisbrests og ofvirkni (ADHD) hjá börnum, ungmennum og fullorðnum.

Lilja hefur einnig reynslu af að vinna með einstaklingum með mótþróaþrjóskuröskun, hegðunarvanda, ósértæka og sértæka námserfiðleika (t.d. lesblindu), sjálfskaða, tengslaröskun, málþroskaröskun, heyrnarskerðingu, þroskahömlun, Down heilkenni og á einhverfurófinu. Lilja veitir fjölskylduráðgjöf, t.d. ráðgjöf vegna hegðunarvanda barna og ráðgjöf til foreldra og systkina barna með þroskafrávik. Lilja tekur einnig að sér pararáðgjöf og ráðgjöf fyrir stjúpfjölskyldur.

Menntun og störf
Lilja stundaði nám við Háskólann í Reykjavík og lauk þaðan bæði B.Sc. í sálfræði M.Sc. í klínískri sálfræði. Hún hefur meðal annars starfað sem sérkennslustjóri á leikskólanum Bæjarbóli og sem hegðunarráðgjafi hjá Fræðslusviði Reykjanesbæjar.

Í meistaranámi starfaði Lilja á Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar við sálfræðilegar greiningar, ráðgjöf á leik- og grunnskólastigi og meðferðarviðtöl, Heilsugæslunni Sólvangi í einstaklings og hóp meðferðarvinnu með börnum og unglingum og á Reykjalundi endurhæfingarmiðstöð, bæði á Hjarta- og lungnasviði sem og á Offitusviði í einstaklings og hóp meðferðarvinnu. Rannsóknarverkefni til meistaragráðu vann Lilja í tengslum við starf sitt á Offitusviði á Reykjalundi endurhæfingarmiðstöð. Rannsóknarverkefni til B.Sc.- gráðu vann Lilja í samstarfi við MentisCura, en verkefnið snérist um að athuga tölfræðilega marktækni greiningar á vægi ADHD einkenna með heilalínuriti.

Lilja hefur réttindi til að leiðbeina á uppeldisnámskeiðum Þroska- og hegðunarstöðvarinnar, Uppeldi sem virkar – færni til framtíðar, bæði foreldranámskeið og leikskólanámskeið.

Rannsóknir
The effect of appetite awareness training on mental health and eating habits among participants in obesity treatment, M.Sc. lokaverkefni: Háskólinn í Reykjavík.
Katla ADHD greiningartækni og alvarleiki ADHD einkenna, B.Sc. lokaverkefni: Háskólinn í Reykjavík.

Sendu Lilju skilaboð

Nafn (nauðsynlegt)

Kennitala (nauðsynlegt)

Sími (nauðsynlegt)

Tölvupóstur (nauðsynlegt)

Skilaboð