Fara á efnissvæði

Stefnur

Heilsuvernd leggur áherslu á að starfsfólk hafi aðgengi að upplýsingum og stefnum sem styðja við faglegt starf og ýta undir jákvætt starfsumhverfi. Eftirfarandi stefnur leiðbeina starfsfólki og gefa innsýn í hvern málaflokk fyrir sig. 

Mannauðsstefna

Heilsuvernd leggur áherslu á að komið sé fram við allt starfsfólk af virðingu, umhyggju og skilningi. Starfsfólk allt ber ábyrgð á að byggja upp jákvæð samskipti og að við, hvert og eitt vöndum samskipti okkar öllum stundum.

Mannauðsstefna Heilsuverndar byggir starfsemi sína á að ráða hæfasta einstaklinginn í hvert stöðugildi og að styðja við starfsfólk sitt í hvívetna í starfi. Jafnframt er lögð áhersla á að stjórnendur séu öðrum starfsmönnum fyrirmynd í starfi og séu faglegir í störfum sínum og veiti starfsmönnum viðeigandi stuðning.

Heilsuvernd er framsækið fyrirtæki sem horfir stöðugt til framtíðar til að gera enn betur og leggur metnað í að starfsfólki líði vel.

„Því hver dagur er dýrmætur“

Lesa Mannauðsstefnu Heilsuverndar

Jafnréttisstefna

Stjórnendur Heilsuverndar leggja áherslu á að jafnrétti ríki á vinnustaðnum. Jafnréttisstefna Heilsuverndar er unnin í samræmi við lög númer 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna sem og lögum um jafna meðferð á vinnumarkaði nr. 86/2018.

Lesa Jafnréttisstefnu Heilsuverndar

Jafnlaunastefna

Heilsuvernd leggur metnað í að tryggja öllu starfsfólki jöfn laun og sömu kjör fyrir sömu eða jafnverðmæt störf, þannig að launamunur sé ekki til staðar. Umfang jafnlaunastefnunnar tekur til allra starfsmanna Heilsuverndar samstæðu.

Lesa Jafnlaunastefnu Heilsuverndar 

EKKO stefna – gegn einelti, áreitni og ofbeldi

Heilsuvernd er framsækið fyrirtæki sem horfir stöðugt til framtíðar til að gera enn betur og leggur metnað í að starfsfólki líði vel.

Heilsuvernd líður ekki einelti, áreitni, ofbeldi, mismunun, fordóma, hótanir eða samskiptavanda.

EKKO stefna Heilsuverndar útlistar með skýrum hætti verklagið sem tekur við, þegar tilkynningar tengt meintu einelti, áreitni, ofbeldi eða samskiptavanda berast. Mikill metnaður er lagður í skjóta úrlausn og stuðning til viðkomandi meðan á úrvinnsluferli máls stendur.

Lesa EKKO stefnu Heilsuverndar 

Öryggis-, heilsu- og umhverfismál

Stefna Heilsuverndar í öryggis-, heilsu og umhverfismálum tryggir að öryggi er haft að leiðarljósi í allri starfsemi og þjónustu fyrirtækisins með stöðugar umbætur í huga.

Lesa stefnu um öryggi-, heilsu og umhverfismál  

Persónuverndarstefna

Í persónuverndarstefnu Heilsuverndar er leitast við að upplýsa hvaða persónuupplýsingum við söfnum, hver tilgangurinn með söfnun þeirra er og með hvaða hætti upplýsingarnar eru unnar. Við vinnum allar persónuupplýsingar í samræmi við gildandi persónuverndarlöggjöf á hverjum tíma. Hægt er að fræðast nánar um persónuverndarlögin á heimasíðu Persónuverndar.

Lesa Persónuverndarstefnu Heilsuverndar