Launastefna Heilsuverndar
Heilsuvernd leggur metnað í að tryggja öllu starfsfólki jöfn laun og sömu kjör fyrir sömu eða jafnverðmæt störf, þannig að launamunur sé ekki til staðar. Umfang jafnlaunastefnunnar tekur til allra starfsmanna Heilsuverndar samstæðu.
Hjá Heilsuvernd ríkir virðing gagnvart ólíkum störfum og starfsfólk starfar sem ein heild þvert á samstæðuna.
Forstjóri ber ábyrgð á launastefnu og jafnlaunastefnu Heilsuverndar. Framkvæmdastjóri mannauðs Heilsuverndar samstæðu er fulltrúi forstjóra í að framfylgja launastefnu og jafnlaunastefnu samstæðunnar.
Launastefnu Heilsuverndar er ætlað að styðja við farsælan rekstur samstæðunnar. Launastefnan tekur til alls starfsfólks Heilsuverndar sem er á launaskrá. Sem hluti af launastefnu hefur verið samþykkt sérstök jafnlaunastefna Heilsuverndar.
Heilsuvernd greiðir laun sem taka mið af þeim kröfum sem starfið gerir um þekkingu, hæfni og ábyrgð. Umfang og eðli starfs hefur áhrif á laun og ræðst af mörgum þáttum, svo sem reynslu, þekkingu, hæfni, ábyrgð, álagi, mannaforráðum, menntun, samstarfshæfileikum, stjórnun og verkefnum.
Starfslýsingar skulu vera til fyrir öll störf. Í starfslýsingu koma fram allir meginþættir starfs.
Laun skulu ákvörðuð í samræmi við ofangreindar forsendur um þekkingu, hæfniþætti og ábyrgð í starfi. Allar ákvarðanir er varða laun skulu framkvæmdar samkvæmt verklagsreglum í gæðakerfi Heilsuverndar (VLR-xxx). Allar launaákvarðanir skal vera hægt að rökstyðja. Tryggja skal að sömu laun séu greidd fyrir sambærileg eða jafnverðmæt störf.
Telji starfsmaður sig ekki rétt launaraðaðan getur viðkomandi óskað eftir að laun verði rýnd á grunni gildandi verklagsreglna jafnlaunakerfis Heilsuverndar og fylgja viðeigandi lögum, reglum og kjarasamningum sem í gildi eru á hverjum tíma.
Launastefna þessi samræmist mannauðsstefnu Heilsuverndar.
Heilsuvernd hefur framkvæmt jafnlaunagreiningu og hlotið jafnlaunavottun ICERT vottunaraðila til næstu þriggja ára.
Útgefin 01.09.2023
Útgáfa: 1.0