Fara á efnissvæði

Mannauðsstefna Heilsuverndar

Heilsuvernd er framsækið fyrirtæki sem horfir stöðugt til framtíðar til að gera enn betur og leggur metnað í að starfsfólki líði vel. „Því hver dagur er dýrmætur“.

Mannauðsstefna Heilsuverndar 

Heilsuvernd leggur áherslu á að komið sé fram við allt starfsfólk af virðingu, umhyggjuogskilningi. Starfsfólk allt ber ábyrgð á að byggja upp jákvæð samskipti og að við, hvert og eitt vöndum samskipti okkar öllum stundum.

Heilsuvernd er framsækið fyrirtæki sem horfir stöðugt til framtíðar til að gera enn betur og leggur metnað í að starfsfólki líði vel. „Því hver dagur er dýrmætur“.

Ráðningar & nýtt starfsfólk 

Hjá Heilsuvernd er lykilatriði að ráða hæfasta einstaklinginn með réttu hæfnina í hvert starf. Laus störf eru auglýst á heimasíðu Heilsuverndar og við gætum jafnræðis við ráðningar. Í öllum auglýsingum er tekið fram að ráðið er í öll störf óháð kyni.

Heilsuvernd byggir starfssemi sína á hæfu, áhugasömu og traustu starfsfólki sem nýtur jafnra tækifæra í öruggu, heilbrigðu og jákvæðu starfsumhverfi. Starfsfólk Heilsuvernd samstæðunnar er ráðið á grundvelli reynslu, hæfni, menntunar sem og sérhæfingar tengt starfinu.Til að tryggja sanngirni og fagmennsku við allar ráðningar fylgir Heilsuvernd verklagsferlum um ráðningar og mótttöku nýrra starfsmanna.

Heilsuvernd leggur áherslu á: 

  • Sterka liðsheild
  • Gleði, hvatningu og árangur 
  • Tækifæri til þekkingaröflunar og þjálfunar
  • Jákvæð og uppbyggileg samskipti og gott upplýsingaflæði 

Konum og körlum eru greidd jöfn laun fyrir jafnverðmæt störf og er verklagsreglum jafnlaunakerfis og jafnlaunavottunar fylgt við launaákvarðanir. Kjör starfsfólks taka mið af kjarasamningum viðkomandi stéttarfélaga sem og  ákvæðum í ráðningarsamningum.

Starfsþróun 

Heilsuvernd samstæða hvetur allt starfsfólk til að halda við og auka færni sína í starfi. Heilsuvernd veitir starfsfólki reglubundna fræðslu og hvetur starfsfólk til þátttöku á námskeiðum, ráðstefnum og í endurmenntun þar sem þess er kostur.

Heilsuvernd stefnir á að virkja fræðsluvef á komandi vetri, sem auðveldar starfsfólki að sækja sér rafræna fræðslu, þegar þeim hentar. Það er Heilsuvernd mikið kappsmál að starfsfólk sýni metnað í starfi og leggi sitt af mörkum til að þroska og þróa sig í starfi. 

Stjórnendur sem fyrirmynd 

Stjórnendur Heilsuverndar leggja sig fram um að vera öðrum starfsmönnum fyrirmyndir í starfi. Lögð er áhersla á að orðum fylgi athafnir og að stjórnendur gangi fram með góðu fordæmi í anda „Walk the talk“ stjórnunarfræðanna.

Stjórnendur Heilsuverndar leggja sig fram við að vera faglegir í öllum ákvarðanatökum í starfi sínu og stuðla að/ýta undir ánægju starfsfólks síns. Stjórnendur hvetja til skilvirkar vinnubragða og veita starfsfólki sínu markvissa endurgjöf.

Stjórnendur Heilsuverndar sækja stjórnendaþjálfun og tengd námskeið með reglulegum hætti.

Jafnrétti á vinnustaðnum 

Jafnréttisáætlun Heilsuverndarbyggir á fyrstu drögum að heildarstefnu Heilsuverndar. Stjórnendur Heilsuverndar leggja áherslu á að jafnrétti ríki á vinnustaðnum. Heilsuvernd er framsækið fyrirtæki sem horfir stöðugt til framtíðar til að gera enn betur og auka þjónustu sínaog velferð starfsfólks: „Því hver dagur er dýrmætur“.

Áætlunin er unnin í samræmi við lög númer 150/2020um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna sem og lögum um jafna meðferð á vinnumarkaði nr. 86/2018.

Mannauðsstjóri hefur umsjón með mótun jafnréttisáætlunar Heilsuverndar og framkvæmd hennar í samvinnu við framkvæmdateymi Heilsuverndar. Lögð er áhersla á að öll samstæða Heilsuverndar framfylgi jafnréttisáætluninni með markvissum hætti. 

Heilsuvernd er að fara í gegnum jafnlaunavottun haustið 2023 og hefur af því tilefni mótað launastefnu og jafnlaunastefnu til að tryggja að allar ákvarðanir er varða laun séuframkvæmdar samkvæmt verklagsreglum Jafnlaunakerfis Heilsuverndar. Í þeim tilgangi hefur Heilsuvernd útbúið Jafnlaunakerfi sem byggir á greiningartæki til að flokka og meta með kerfisbundnum hætti öll störf. Kerfið byggir á hlutlægum viðmiðum og mun Heilsuvernd hljóta jafnlaunavottun skv. ÍST85-2012 haustið 2023. 

Mannauðsstjóri veitir fræðslu og ráðgjöf um jafnréttismál auk þess að hafa umsjón með úttektum og rannsóknum á stöðu og kjörum kynjanna hjá Heilsuvernd samstæðu.

Vinnustaðurinn Heilsuvernd 

Heilsuvernd leggur áherslu á að komið sé fram við allt starfsfólk af virðingu, skilningi og umhyggju. Starfsfólk allt ber ábyrgð á að byggja upp jákvæð samskipti og að hvert og eitt vöndum samskipti okkar öllum stundum. Góður starfsandi á vinnustaðnum byggir á framlagi og góðum samskiptum allra starfsmanna. 

Fjölskylduvæn mannauðsstefna styður við þá ásýnd að Heilsuvernd sé eftirsóknarverður vinnustaður þar sem vinna og einkalíf fara vel saman. Mannauðsstefnan endurspeglar metnað Heilsuverndar til að vera velferðarfyrirtæki í fremstu röð.

Vinnuvernd 

Heilsuvernd hefur að markmiði að verða heilsueflandi vinnustaður og leggur áherslu á að allt starfsfólk skynji eigin ábyrgð á heilsu sinni og er það reglulega hvatt til að stunda reglubundna hreyfingu og heilsusamlegt líferni.

Heilsuvernd býður starfsfólki upp á heilsueflandi fyrirlestra en að auki er heilsuátak af ýmsum toga keyrt af stað á haustin og gönguhópar virkjaðir þvert á samstæðuna. 

Verkferlar 

Heilsuvernd leggur mikla áherslu á að allar rekstrareiningar samstæðunnar vinni samkvæmt útgefnu verklagi og að vinnustaðir samræmi vinnubrögð við helstu verkefni og áskoranir tengt starfsmannahaldi.

Meðfylgjandi verkferlar eru útgefnir:

Skammtímaveikindi: Starfsfólk Heilsuverndar býr að ríkum veikindarétti. Tilkynni starfsmaður sig veikan ber að tilkynna það næsta yfirmanni og eiga í góðum samskiptum því tengt. Bradford formúlan er notuð í þeim tilgangi að mæla fjarveru starfsmanna í skammtímaveikindum og eftir því sem stigin eru hærri, er gripið til viðbrags og umhyggjusamtöl framkvæmd.  

Langtímaveikindi: Þegar um langtímaveikindi hefur verið að ræða mikilvægt að ferlið sé gegnsætt og lýsandi óháð vinnustað og tryggja að ákvörðun um endurkomu miðist að getu starfsmanns sem og þörfum vinnustaðarins.

Valkvæð vs. knýjandi aðgerðir: Ekki falla allar aðgerðir undir kjarasamningsbundinn rétt veikindadaga. Þær aðgerðir sem eru ekki niðurgreiddar að sjúkratryggingum falla almennt hér undir. Hér áréttað hvaða aðgerðir falla undir veikindarétt.

EKKO stefna: Heilsuvernd líður ekki einelti, áreitni, ofbeldi, mismunun, fordóma, hótanir eða samskiptavanda og hefur sett fram EKKO stefnu þar sem farið er ítarlega yfir skilgreiningar og ferlið við að tilkynna slík mál og taka þau til úrlausnar. 

Launað leyfi: Almennt þurfa starfsmenn sem hyggjast fara í nám með vinnu, eða taka þátt í keppnum/mótum tengt íþróttaiðkun sinni, að gera ráð fyrir að slíkt skerði ekki viðveru umfram það sem ráðningarsambandið kveður á um. Veittar eru undanþágur þar sem um fastráðna starfsmenn og stærri mót er að ræða.

Lausnarlaun: Greinar í kjarasamningum kveða á um heimild til að leysa starfsmann frá störfum ef um endurtekin eða langvarandi veikindi hefur verið að ræða. Ekki er um sjálfgefinn kjarasamningsbundinn rétt að ræða og þarf að meta hvert tilvik fyrir sig.

Leiðbeining & endurgjöf: Eitt af því mikilvægasta sem stjórnendur gera er að veita starfsmönnum sínum leiðbeiningu í starfi og veita þeim endurgjöf. Með því eru starfsmenn upplýstir um hvernig þeir standa sig á leið sinni að markmiðum og fá vitneskju um hvort hlutirnir eru gerðir rétt. 

Nýliðamóttaka: Undirbúningur fyrir komu nýs starfsfólks er mikilvægur fyrir Heilsuvernd því fyrsta upplifun starfsmanns leggur tóninn fyrir jákvæða upplifun af vinnustaðnum og aðlögun í starfi. Heilsuvernd leggur metnað í að lágmarka starfsmannaveltu á hverjum tímapunktiog því er rík áhersla lögð á góða og faglega móttöku nýrra starfsmanna og stuðning við þá. 

Ráðningar: Þessi verferillsamræmir einnigáherslur við ráðningu nýs starfsfólks á öllum starfsstöðvum Heilsuverndarog er honum ætlaðað leiðbeina stjórnendumtil að tryggja að hæfasti umsækjandinn sé valinn í hverju tilviki fyrir sig og lágmarka þannig  starfsmannaveltu. 

Starfsmannasamtal: Tilgangur starfsmannasamtals er ávallt að rýna í starfið með það að leiðarljósi hvort gera þurfi umbætur á starfinu. Starfsmannasamtali er jafnframt ætlað að stuðla að bættum samskiptum og upplýsingaflæði og þannig byggja upp traust og tryggð milli starfsmanns og stjórnanda.

Starfslok: Starfslok starfsmanna getur borið að með ýmsum hætti. Mikilvægt er að yfirmaður og starfsmaður eigi í góðu samtali tengt starfslokum og að óskir starfsmanns séu virtar sem og að þeim sé mætt, ef kostur er.  

Andlát: Áföll gera sjaldnast boð á undan sér. Áföll geta haft mikil og varanleg áhrif á líf þeirra sem fyrir þeim verða. Það er Heilsuvernd mikilvægt að öll umgjörð og stuðningur sé veittur af fagleika og umhyggju. Til að tryggja fagleg vinnubrögð hafa verið útbúnir verkferlar fyrir framkvæmdastjóra og forstöðumenn að styðjast við.

Bent er á að stöðugt er verið að vinna nýja verkferla og bæta í samræmt verklag. Allar ábendingar um verkferla eru vel þegnar og skulu berast mannauðssviði.


Starfslok starfsfólks 

Heilsuvernd gerir starfsfólki sínu kleift á að eiga samfelldan starfsferil þar sem slíkt er mögulegt og er þá tekið tillit til aldurs, breytinga á persónulegum högum, skertrar starfsgetu, aukinnar menntunar eða tímabundinna óska.

Uppsögn starfsmanns tekur ávallt gildi frá og með næstu mánaðarmótum eftir að hún er lögð fram. Hún þarf að vera skrifleg og er uppsagnarfrestur þrír mánuðir nema viðkomandi kjara- eða ráðningarsamningur kveði á um annað.

Ef starfsmanni í föstu starfi er sagt upp störfum á viðkomandi rétt á skriflegum og málefnalegum rökstuðningi fyrir ástæðum uppsagnar. Uppsögn skal ávallt vera skrifleg og miðast við komandi mánaðamót.

Faglega skal staðið að starfslokum starfsfólks Heilsuverndar þvert á samstæður og skulu þau framkvæmd í samræmi við þann kjarasamning sem við á hverju sinni. 

Heilsuvernd heimilar sveigjanleg starfslok sé það gagnkvæmur ávinningur fyrir starfsmann og viðkomandi rekstrareiningu. Sveigjanleg starfslok geta falið með sér tilfærslu í starfi eða minnkuðu starfshlutfalli eftir nánara samkomulagi, fram að starfslokum starfsmanns. Sveigjanleg starfslok eru ávallt háð samþykki yfirmanns.

Útgáfa: 1.0
Dags.: 12.09.2023