Streituskólinn
Sérfræðingar Streituskólans starfa í fjölfaglegu teymi sérfræðinga og ráðgjafa með fjölbreytta menntun og reynslu. Í boði er þjónusta fyrir einstaklinga, fjölskyldur og hópa, vinnustaði, fyrirtæki, stofnanir, bæjar- og sveitarfélög.
Fyrirspurn eða bóka tíma
Við leggjum áherslu á að koma á móts við þarfir hvers og eins við þjónustu og ákvörðun meðferðarúrræðis. Sendið okkur skilaboð eða hringið í síma 510-6500 til að bóka tíma.
Um Streituskólann
Streituskólinn var stofnaður árið 2002 af dr. Ólafi Þór Ævarssyni. Margir öflugir sérfræðingar og ráðgjafar hafa frá upphafi starfað í Streituskólanum og mótað starf hans.
Um 10.000 manns í u.þ.b 200 fyrirtækjum hafa fengið fræðslu í Streituskólanum. Forvarnastarf gegn streitu og kulnun er líka góð leið til að bæta samskipti og efla geðheilsu.
Streita & álag
Óeðlilegt álag og langvinn streita getur haft alvarleg áhrif á samskipti og líðan og getur í verstu tilfellum valdið kulnun eða sjúklegri streitu. En um leið er vitað að ódýrar og einfaldar aðgerðir geta haft gagnstæð áhrif og bætt stöðuna bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Því er hér frábært tækifæri til forvarna.
ÞJÓNUSTA
Einstaklingar & fjölskyldur
Sérfræðingar Streituskólans veita sérhæfða ráðgjöf og meðferðarúrræði fyrir einstaklinga, pör og hópa. Verið velkomin.
Fyrirtæki & vinnustaðir
Sérfræðingar Streituskólans taka að sér að þjónusta fyrirtæki og vinnustaði með margþættri ráðgjöf, sérhæfðum úrlausnum og fræðslu.
Fræðsla & námskeið
Sérfræðingar Streituskólans bjóða upp á ýmis konar fræðslu og námskeið fyrir einstaklinga, hópa og vinnustaði.
Teymið
Hjá Streituskólanum er saman komin fjölbreytt fagþekking og reynsla á sviði meðferðar, ráðgjafar, fræðslu og greiningarvinnu.
Guðrún Katrín Jóhannesdóttir
gudrunkatrin@hv.isMA, Félags- og fjölskyldufræðingur og streituráðgjafi