Fara á efnissvæði
Olafur-Thor-Aevarsson

Ólafur Þór Ævarsson

Dr. Med., Geðlæknir

Dr. Ólafur Þór Ævarsson geðlæknir er stofnandi Streituskólans. Hann hefur starfað að lækningum og kennslu við háskólageðdeildir erlendis og hérlendis. Hann stundaði nám í læknisfræði við Háskóla Íslands og hlaut sérmenntun í geðlækningum við Sahlgrenska sjúkrahúsið og lauk doktorsprófi frá læknadeild Gautaborgháskóla.

Ólafur Þór hefur sinnt fræðslu og handleiðslu um árabil og flutt fyrirlestra bæði hérlendis sem erlendis og hefur birt fræðilegar greinar í erlendum vísindatímaritum, ritað greinar í íslensk tímarit um geðraskanir og geðheilsu og útbúið og þýtt kennsluefni og kynningarrit fyrir fagfólk og almenning.

Ólafur Þór hefur lengi veitt ráðgjöf um heilbrigðismál og beitt sér fyrir fræðslu og forvörnum. Hann hefur haft sérstakan áhuga á mikilvægi góðrar geðheilsu og geðheilsueflingu, svo og áhrifum streitu og kulnunar á líf og heilsu.

Ólafur Þór starfar sem geðlæknir og ráðgjafi í fjölfaglegu teymi Streituskólans og Heilsuverndar.

Fyrirlestrar og fræðsla

  • Streita og kulnun
  • Veikindanærvera
  • Covid og kulnun (Coping with Covid)
  • Hvaða app ertu með í heilanum
  • Forvarnir
  • Geðheilsa
  • Þrjú ráð gegn streitu
  • Streitukortið
  • Fjölmenning á vinnustöðum
     

Vinnustofur

  • Heilsueflandi stjórnun
  • Breytingar og átaksverkefni
  • Nýtt skipulag
     

Handleiðsla

  • Handleiðsla starfsmanna
  • Handleiðsla mannauðsstjóra
  • Handleiðsla stjórnenda
  • Hóphandleiðsla

FYRIRSPURN EÐA BÓKA TÍMA

Tekið er á móti tímapöntunum í síma 510-6500.