HEILSUVERND FERÐAMANNA

Allar almennar og sértækar ferðamannabólusetningar og ráðgjöf fyrir fólk á leið til framandi landa, auk bólusetningar gegn árlegri inflúensu.

HEILSUFARSSKOÐUN OG LÍFSSTÍLSRÁÐGJÖF

Ítarleg heilsufarsskoðun og lífsstílsráðgjöf hjá hjúkrunarfræðingi. Sérstaklega ætlað þeim sem vilja taka stöðuna á eigin heilsu og taka heilsuna í gegn með persónulegri aðstoð og stuðningi.

HEILSUFARSSKOÐUN MEÐ HJARTAÁLAGSPRÓFI

Umfangsmikil og ítarleg heilsufarsskoðun í forvarnaskyni þar sem tekin er heilsufarssaga, gerð nákvæm líkamsskoðun, andleg líðan og áhrif streitu er metin, og hjartaálagspróf framkvæmt (áhættumat).

HEILSUFARSSKOÐUN OG RÁÐGJÖF

Heilsufarssaga tekin og gerðar heilsufarsmælingar með áherslu á hjarta- og æðasjúkdóma. Ráðgjöf.

RÁÐGJÖF HJÁ NÆRINGARFRÆÐINGI

Hjá Heilsuvernd er boðið upp á einstaklingsráðgjöf hjá næringarfræðingi sem hentar vel þeim sem vilja skoða mataræði sitt, öðlast vellíðan og aukin lífsgæði.

HÁLS- OG HÖFUÐÁVERKAMIÐSTÖÐ

Innan háls- og höfuðáverkamiðstöðvar Heilsuverndar vinnur þverfaglegt sérfræðingateymi með það að markmiði að greina og hlúa að höfuð og hálsáverkum.

FJÖLSKYLDU, PARA OG EINSTAKLINGSRÁÐGJÖF

Sérhæfðir ráðgjafar bjóða upp á einstaklings-, para- og fjölskylduráðgjöf, meðferð og ráðgjöf um t.d. samskiptavanda, eflingu tengsla, jafnvægi einkalífs og starfs og önnur mál sem tengjast fjölskyldulífinu. Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar um þjónustu.

Vinsamlegast hafið samband við Heilsuvernd í síma 510 6500 eða sendið póst á hv@hv.is fyrir tímabókanir.

HEILDRÆN HEILSUMARKÞJÁLFUN

Heildræn heilsufarsefling og heilsumarkþjálfun þar sem einstaklingi er fylgt eftir með markþjálfun á öllum stigum heilsufarseflingarinnar. Markmiðið er að ná varanlegum árangri og að viðkomandi upplifi bætta líðan og betri lífsgæði.

Vinsamlegast hafið samband við Heilsuvernd í síma 510 6500 eða sendu okkur fyrirspurn á hv@hv.is ef þú vilt panta eða fá nánari upplýsingar um þjónustuna.