HEILSUVERND FERÐAMANNA

Bólusetningar gegn inflúensu auk allra almennra og sértækra ferðamannabólusetninga og ráðgjöf fyrir fólk á leið til framandi landa.

HEILSUFARSSKOÐUN MEÐ HJARTAÁLAGSPRÓFI

Umfangsmikil og ítarleg heilsufarsskoðun í forvarnaskyni þar sem tekin er heilsufarssaga, gerð nákvæm líkamsskoðun, andleg líðan og áhrif streitu er metin, og hjartaálagspróf framkvæmt (áhættumat).

HEILSUFARSSKOÐUN OG RÁÐGJÖF

Heilsufarssaga tekin og gerðar heilsufarsmælingar með áherslu á hjarta- og æðasjúkdóma. Ráðgjöf.

HEILSUFARSSKOÐUN OG LÍFSSTÍLSRÁÐGJÖF

Ítarleg heilsufarsskoðun og lífsstílsráðgjöf. Sérstaklega ætlað þeim sem vilja taka stöðuna á eigin heilsu og taka heilsuna í gegn með persónulegri aðstoð og stuðningi.

RAFRÆN LÆKNISVOTTORÐ

Heilsuvernd býður einstaklingum og fyrirtækjum upp á rafræna skráningu fjarveru og læknisvottorð til atvinnurekanda vegna fjarvista. Skráningin fer fram í gegnum rafræna gátt á vefnum www.my.hv.is