Fara á efnissvæði

Stjórnandi

Helga Hrönn Óladóttir

Mannauðsfræðingur og streituráðgjafi

Við viljum koma á móts við þarfir okkar viðskiptavina og sérsníðum því fyrirlestra og tímasetningar í samræmi við þarfir hvers og eins.

Senda fyrirspurn eða bóka fræðslu

Upp og áfram

Yfirgripsmikil fræðsla sem eflir starfsfólk eftir krefjandi tíma og er hugsað sem orkuinnspýting fyrir hópa.

Á námskeiðinu læra þátttakendur rannsakaðar aðferðir til greiningar, forvarna og úrlausna á samskiptaerfiðleikum, samfélagslegri streitu og dræmri tímastjórnun. Fjallað verður um ábyrgð starfsmannsins á stýrðu álagi og álagsþol hans. Þá er fólk hvatt til að þekkja sína streituvalda, afleiðingar sem og leiðir til lausna.

Einnig verður fjallað um hina gagnkvæmu „hollustu“ eða ósýnilega vinnusamninginn. Greinarmunur verður gerður á því hvar ábyrgð starfsmanna liggur sem og stjórnenda, vinnustaðamenningu og hvernig starfsfólk getur aukið afköst sín án þess að auka við streituna.

Farið er í væntingastjórnun, mikilvægi þess að setja sér raunhæfar kröfur sem og það hvernig hægt er að verja orku í stað þess að eyða henni.

Þátttakendur gera stutt einstaklingsverkefni þar sem þeim er gefin betri yfirsýn yfir verkefnin sín og stuðlar það að bættri forgangsröðun í starfi, námi eða daglegu lífi. Að lokum verður kennd hvíldaræfing sem hægt er að framkvæma án fyrirhafnar.

Dæmi um algengar spurningar sem svarað verður á námskeiðinu:

  1. Hvernig næ ég tökunum á ný eftir krefjandi tíma?
  2. Hvernig get ég haldið orkunni jafnri út daginn?
  3. Hvað býr að baki hugtaksins ósýnilegi vinnusamningurinn?
  4. Hvers vegna er streita og kulnun orðin svona algeng í dag?
  5. Hvort er um að ræða ástand eða sjúkdóm?
  6. Með hvaða hætti næ ég að blómstra í starfi?
  7. Hvernig stuðla ég að vellíðan á vinnustað?
  8. Með hvaða hætti stuðla ég að vandaðri tímastjórnun?
  9. Hvað ber að varast við tímastjórnun og forgangsröðun?

Á námskeiðinu er nálgunin sú að streita sé partur af lífinu en ekki alltaf einvörðungu tengd starfi. Við tölum um streitu sem eðlilega þreytu sem lagast við hvíld og að allir geti haldið jafnvægi með hvíld og hreyfingu. Raunin er því sú að veikindögum hefur fækkað hjá þeim sem hafa setið námskeiðið þar sem að fókusinn er á bjargráð, lýðheilsu og forvarnir.

Lengd

60 mín. erindi með einstaklingsvinnu

Í boði bæði sem fjar- eða staðarfræðsla