TRÚNAÐARLÆKNISÞJÓNUSTA

Trúnaðarlæknisþjónusta og ráðgjöf varðandi veikindi og fjarvistir starfsmanna, heilsuvernd og endurhæfingu hefur verið liður í þjónustuframboði Heilsuverndar frá árinu 1987.

FJARVERUSKRÁNINGAR

Heilsuvernd sinnir fjarveruskráningum þar sem hjúkrunarfræðingar hafa umsjón með skráningu veikindafjarvista og veita starfsmönnum fyrirtækja ráðgjöf í veikindum.

SÁLFRÆÐIÞJÓNUSTA

Sálfræðingarnir hjá Heilsuvernd þjónusta einstaklinga og fyrirtæki með sálrænan stuðning og fræðslu. Veitt er sálfræðiþjónusta, ráðgjöf og aðstoð eftir þörfum hvers og eins, af reynslu, fagmennsku og í fullum trúnaði.

BÓLUSETNINGAR

Heilsuvernd býður fyrirtækjum upp á bólusetningar gegn inflúensu og ferðamannabólusetningar fyrir starfsmenn vegna ferðalaga og dvalar erlendis.

HEILSUFARSSKOÐANIR

Heilsuvernd sinnir ýmsum heilsufarsskoðunum á vinnustöðum og veitir viðeigandi ráðgjöf.

SKYNDIHJÁLP

Námskeið í skyndihjálp sem sérstaklega eru sniðin að skipulagsheildum og hópum.

VINNUVERND

Þjónusta forvarnasviðs Heilsuverndar stuðlar að auknu heilbrigði einstaklinga, gæðum og öryggi vinnustaða.

FRÆÐSLA OG NÁMSKEIÐ

Heilsuvernd býður uppá fyrirlestra, fræðslu og námskeið á sviði vinnu- og heilsuverndar sem hægt er að sníða að þörfum viðskiptavina okkar.

VELFERÐARÞJÓNUSTA

Velferðarþjónusta Heilsuverndar auðveldar einstaklingum og starfsfólki fyrirtækja að nálgast stóran hóp sérfræðinga á einum stað.

ÁHÆTTUMAT

Til að tryggja öryggi starfsmanna eru áhættuþættir í vinnuumhverfinu metnir og gerð skrifleg áætlun (áhætturmat) um öryggi og heilbrigði á vinnustaðnum.

LYFJA- OG FÍKNIEFNAPRÓFANIR

Við bjóðum upp á alla þjónustu tengda lyfja- og fíkniefnaprófunum.

ÚTTEKT STARFSSTÖÐVA

Úttekt á starfsstöð starfsmanna hefur forvarnargildi sem getur stuðlað að fækkun veikindadaga og fjarvista er tengjast vinnutengdu álagi.

HAFÐU SAMBAND

Einnig er hægt að senda okkur línu á hv@hv.is eða hringja í síma 510 6500.